Fréttir

Jólasveinarnir koma á Selfoss

Laugardaginn 9. desember munu jólasveinarnir úr Ingólfsfjalli koma til byggða og heilsa upp á bæjarbúa og nærsveitunga á torginu við Pysluvagninn á Selfossi.Dagskráin hefst kl.15:45 en þá syngur Karlakór Selfoss nokkur jólalög og klukkan 16:00 koma jólasveinarnir akandi yfir Ölfusárbrúna.

Við ramman reip að draga í Tokyo

Það var við ramman reip að draga þegar Egill Blöndal keppti á Tokyo Grand Slam á sunnudaginn. Hann mætti Jose Luis Arroyo Osorno frá Perú í hörkuglímu.

Martröð á jólanótt – Jólasýning fimleikadeildar

Árleg jólasýning fimleikadeildar Umf. Selfoss verður haldin nú á laugardag. Þetta er í tófta sinn sem sýningin er þemabundin og undanfarna daga hafa iðkendur og þjálfarar lagt nótt við dag til að bjóða gestum upp á martröð á jólanótt.

Perla og Kristrún með landsliðinu

Þær Perla Ruth Albertsdóttir og Kristrún Steinþórsdóttir voru báðar valdar í A-landslið kvenna nú í nóvember en liðið lék þrjá æfingaleiki í lok mánaðarins við Þýskaland og Slóvakíu.