Fréttir

Sigur á Stjörnunni í háspennuleik

Selfoss tók á móti Sjtörnunni í Hleðsluhöllinni í kvöld.  Eins og of vill verða þegar Selfoss leikur handbolta var háspenna og dramatík sem endaði með sigurmarki Selfyssinga á lokasekúndum leiksins, 31-30.Leikmenn beggja liða fóru varlega af stað og var jafnt á öllum tölum fram á 10 mínútu, þá tóku Selfyssingar leikinn til sín og komu forystunni upp í þrjú mörk, 6-3.  Stjörnumenn spyrntu við fótunum og héldu í við heimamenn eftir það og náðu að jafna leikinn, 10-10, á 24.

Byko í hóp styrktaraðila Selfoss

Fulltrúar Byko og handknattleiksdeildar Selfoss undirrituðu á dögunum samstarfssamning, Byko verður þar með einn af styrktarðilum handboltans á Selfossi.

Fimm marka sigur eftir frábæran seinni hálfleik

Stelpurnar tóku á móti nágrönnum sínum frá Eyjum í Grill 66 deildinni í Hleðsluhöllinni í kvöld, Selfoss sigraði leikinn með 5 marka mun, 22-17.Bæði lið voru lengi í gang en Selfoss var sterkari aðilinn framan af í fyrri hálfleik, ÍBV náði að jafna leikinn í 9-9 en Selfyssingar tóku við sér og komust tveimur mörkum yfir fyrir leikhlé í 12-10.

Leikmenn mánaðarins

Leikmenn nóvembermánaðar eru þau Embla Dís Gunnarsdóttir og Magnús Tryggvi Birgisson.Embla Dís er á yngra ári í 3. flokki kvenna.

Tap í Mosfellsbænum

Strákarnir töpuðu með einu marki gegn Aftureldingu í kvöld í Mosfellsbænum, 32-31.Selfyssingar byrjuðu leikinn af miklum krafti og komust í 5-1 eftir sjö mínútna leik.  Eftir það var jafnræði á með liðunum og staðan 8-8 um miðjan fyrri hálfleik.  Leikurinn var í nokkru jafnvægi það sem eftir lifði fyrri hálfleiks en Selfyssingar þó alltaf skrefi á undan.  Staðan í hálfleik var 14-17 Selfyssingum í vil.Selfyssingar héldu frumkvæðinu í síðari hálfleik þangað til tíu mínútur voru eftir en þá jafnaði Afturelding í 24-24.  Lokakaflinn var spennandi líkt og oft áður, Afturelding náði yfirhöndinni í blálokin og hélt henni til leiksloka.  Lokatölur 32-31 Aftureldingu í vil.Mörk Selfoss: Haukur Þrastarson 9/1, Guðjón Baldur Ómarsson 6, Árni Steinn Steinþórsson 4, Guðni Ingvarsson 4, Hergeir Grímsson 4/2, Magnús Öder Einarsson 2, Tryggvi Þórisson 1, Nökkvi Dan Elliðason 1.Varin skot: Sölvi Ólafsson 6 (22%), Einar Balvin Baldvinsson 1 (8,3%)Nánar er fjallað um leikinn á ,  og .Nóvembermánuður er pakkaður og næsti leikur strax á mánudaginn hjá strákunum, en þá mæta þeir Stjörnumönnum í Hleðsluhöllinni kl 19.30.  Stelpurnar mæta hins vegar Eyjastúlkum á morgun, föstudag, kl 18 í Hleðsluhöllinni.  Svo ef fólk vill toppa helgina þá er Selfoss U að keppa á laugardaginn gegn Herði, einnig í Hleðsluhöllinni, kl 16.30.  Mætum og styðjum okkar lið!Haukur Þrastarson var markahæstur Selfyssinga í kvöld með 9 mörk Sunnlenska.is / Guðmundur Karl