Fréttir

Guðmundur Tyrfingsson hjá Rangers í Skotlandi

Guðmundur Tyrfingsson leikmaður Selfoss er þessa dagana í Skotlandi að skoða aðstæður hjá Glasgow Rangers. Þess má geta að þjálfari Rangers er hinn goðsagnakenndi Steven Gerrard.

Aðalfundur júdódeildar 2019

Aðalfundur júdódeildar Umf. Selfoss verður haldinn í Tíbrá miðvikudaginn 27. febrúar klukkan 18:30.Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.Allir velkomnir Júdódeild Umf.

Hvorugt liðið áfram í bikarnum

Hvorki meistaraflokki karla né kvenna náðu að tryggja sér sæti í undanúrslitum Coca Cola bikarsins í kvöld.  Meistaraflokkur kvenna steinlá gegn Framstelpum 22-34 og meistaraflokkur karla töpuðu með 7 mörkum gegn Val, 24-31.Stelpurnar hófu þessa handboltaveislu og fengu Íslandsmeistara Fram í heimsókn.  Fram byrjaði leikinn af krafti og fljótt var ljóst í hvað stefndi.  Framstúlkur komust í 9-0 áður en Selfoss náði að skora sitt fyrsta mark.  Fram var 12 mörkum yfir í hálfleik 5-17.  Leikur Selfoss var mun betri í seinni hálfleik en það dugði ekki til og Framstúlkur sigldu 12 marka sigri í höfn 22-34.Mörk Selfoss: Katla María Magnúsdóttir 4, Harpa Sólveig Brynjarsdóttir 4, Perla Ruth Albertsdóttir 4, Hulda Dís Þrastardóttir 3, Sarah Boye 3, Kristrún Steinþórsdóttir 2, Tinna Traustadóttir 1, Ída Bjarklind Magnúsdóttir 1.Varin skot: Katrín Ósk Magnúsdóttir 4, Þórdís Erla Gunnarsdóttir 2.Nánar er fjallað um leikinn á og  Leikskýrslu má sjá Strákarnir tóku síðan við keflinu og tóku á móti Valsmönnum.  Valur mætti af fullum krafti í leikinn og voru alltaf skrefi á undan, staðan í hálfleik var 9-13, Val í vil.  Valur hélt alltaf ákveðinni fjarlægð og tryggðu sér að lokum sjö marka sigur, 24-31 eftir nokkrar tilraunir Selfyssinga til að hleypa leiknum upp.Mörk Selfoss: Haukur Þrastarson 7/1, Hergeir Grímsson 4/1, Guðjón Baldur Ómarsson 4, Elvar Örn Jónsson 3, Nökkvi Dan Elliðason 3, Árni Steinn Steinþórsson 1, Guðni Ingvarsson 1, Einar Sverrisson 1.Varin skot: Pawel Kiepulski 9 og Alexander Hrafnkelsson 1.Nánar er fjallað um leikinn á   og . Leikskýrslu má sjáBæði lið eru því dottin úr bikarkeppninni og ljóst að Selfoss verður ekki með meistaraflokk í höllinni í ár.  Næstu leikir hjá Selfoss eru í deildinni gegn Val.  Strákarnir mæta þeim á mánudaginn næsta kl 19:30 í Origohöllinni og stelpurnar taka á móti Valsstúlkum daginn eftir, einnig kl 19:30 í Hleðsluhöllinni.

Aron Darri æfði með Norkjöping

Aron Darri Auðunsson leikmaður Selfoss dvaldi síðustu viku í Svíðþjóð þar sem hann æfði og spilaði með unglingaliðum Norkjöping, en með því liði spilar einmitt okkar maður Guðmundur Þórarinsson.   Aron Darri æfði einnig með Norkjöping síðastliðin september.

Tvíhöfði í bikarnum

Mánudaginn 18. febrúar verður sannkölluð handboltaveisla í Hleðsluhöllinni en Selfossliðin keppa þá í fjórðungsúrslitum Coca Cola-bikarsins.Stelpurnar taka á móti Íslands- og bikarmeisturum Fram kl.

Cassie Boren í Selfoss

Knattspyrnudeild Selfoss hefur samið við bandaríska varnarmanninn Cassie Boren fyrir komandi keppnistímabil í Pepsideild kvenna. Boren er 22 ára gömul og er að ljúka háskólanámi þar sem hún spilaði með sterku liði Texas Tech í bandaríska háskólaboltanum. „Þetta er spennandi leikmaður sem stóð sig mjög vel í háskólaboltanum og ég hlakka til að vinna með henni.

Aðalfundur sunddeildar 2019

Aðalfundur sunddeildar Umf. Selfoss verður haldinn í Tíbrá miðvikudaginn 20. febrúar klukkan 18:15.Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.Allir velkomnir Sunddeild Umf.

Tap gegn Haukum í Hafnarfirði

Stelpurnar töpuðu gegn Haukum á Ásvöllum í Olísdeild kvenna í kvöld, 27-20.Haukar náðu fljótt frumkvæði í leiknum, Selfoss náði hins vegar fínum kafli um miðbik fyrri hálfleiks og komst yfir, 7-8.

Sigur eftir háspennu

Selfoss lagði ÍBV í Suðurlandsslagnum í Olísdeild karla  í kvöld með tveimur mörkum, 30-28. ÍBV hafði yfirhöndina mestan luta leiks og var yfirleitt með um 2-3 marka forystu, staðan í hálfleik 14-16 ÍBV í vil.

Þór Llorens Þórðarson í Selfoss

Þór Llorens Þórðarson skrifaði í dag undir lánssamning við knattspyrnudeild Selfoss en Knattspyrnufélag ÍA lánar hann á Selfoss út komandi leiktíð.Þór, sem er 19 ára gamall, er uppalinn hjá ÍA og spilaði með 2.