Fréttir

Afturelding og Haukar með sigra á Ragnarsmótinu

Í fyrri leik kvöldsins vann Afturelding góðan sigur á Eyjamönnum, 28-32. Leikurinn var jafn framan af en Afturelding hafði alltaf yfirhöndina og leiddu þeir með einu í hálfleik, 13-14.

Skráningu í fimleika lýkur 28. ágúst

Opið er fyrir skráningu í fimleika fyrir næsta fimleikaár en æfingar byrja 1. september nk. Skráning fer fram í gegnum. Yngstu iðkendurnir í fimleikum á komandi tímabili eru fæddir 2016. Skráningu lýkur 28.

Kynning á krakkajúdó

Fimmtudaginn 20. ágúst klukkan 16:00-16:45 verður frír kynningartími fyrir alla krakka (stelpur og stráka) fædda 2014 og 2013 í júdósalnum í Sandvíkurskóla (beint á móti Sundhöll Selfoss).Hvetjum alla krakka sem hafa áhuga um að koma og prófa.Nánari upplýsingar hjá þjálfaranum, Einar Ottó Antonsson í síma 862 2201 og í gegnum netfangið .

Selfoss tapaði fyrsta degi Ragnarsmóts karla

Selfoss tapaði fyrir Fram með fimm mörkum, 24-29, í fyrri leik kvöldsins á Ragnarsmóti karla. Framarar leiddu allan leikinn og voru fljótlega komnir í fjögurra marka forystu.

Skólaafsláttur hjá Jakosport

Nú þegar skólahald fer að hefjast á ný býður Jako Sport á Íslandi upp á 25% afslátt af öllum bakpokum. Um er að ræða sjö mismunandi týpur í þrettán litum.Farðu inn á þitt og finndu réttan bakpoka ef þú vilt fá félagsmerki prentað á með.

Einn leikur á Ragnarsmótinu í kvöld

Haukar sigruðu Fjölnir/Fylki með einu marki, 23-22, í eina leik kvöldsins á Ragnarsmóti kvenna. Leikurinn einkenndist af góðri vörn og markvörslu beggja liða.

Eva María með Íslandsmet í hástökki

Eva María Baldursdóttir, Umf Selfossi, náði þeim frábæra árangri á Hástökksmóti Selfoss sem haldið var  þann 17.ágúst að bæta sig um 3 cm og stökkva 1.81 m.  Eva María stökk yfir 1.81 m í fyrstu tilraun og bætti 25 ára gamalt Íslandsmet Völu Flosadóttur  í flokki 16-17 ára um 1 cm.  Þessi árangur Evu Maríu er þriðji besti árangur í hástökki kvenna frá upphafi á Íslandi en Íslandsmetið i kvennaflokki sem er í eigu Þórdísar Gísladóttur er 1.88m.  Eva María setti einnig Héraðsmet í flokkum 16-17 ára, 18-19 ára og 20-22 ára en þau met átti hún sjálf.Eva María er með þessu stökki í 3.sæti á Evrópulistanum í flokki 17 ára og yngri og í 6.

Selfyssingum fyrirmunað að skora

Þrátt fyrir fáheyrða yfirburði Selfyssinga í leik gegn Fylki í Pepsi Max deildinni í gær var uppskeran engin.Selfoss klúðraði mikið af færum í leiknum en gestirnir úr Árbænum gerðu eina mark leiksins þegar komið var fram í uppbótartíma.Skellur fyrir Selfoss sem er í sjötta sæti með tíu stig eftir átta umferðir.

Þægilegur sigur Selfyssinga

Selfoss vann þægilegan 3-1 sigur á Dalvík/Reyni í 2. deildinni á laugardag.Daniel Majkic kom Selfyssingum yfir á 15. mínútu og átta mínútum síðar tvöfaldaði Ingvi Rafn Óskarsson forystuna.

Tíu marka sigur Selfoss í fyrsta leik

Meistaraflokkur kvenna sigraði sameiginlegt lið Fjölnis og Fylkis í fyrsta leik Ragnarsmótsins 2020 með 10 mörkum, 37-27. COVID-19 setur svip sinn á mótið og mega sem dæmi engir áhorfendur vera á mótinu.