Fréttir

Góð Partille ferð að baki hjá 4. flokk

Yngra ár 4.flokks tók þátt í Partille Cup á dögunum en mótið er eitt stærsta og skemmtilegasta handboltamót heims og er haldið í Gautaborg í Svíþjóð ár hvert.Selfoss sendi út tvö lið til keppni í u-15, eitt stráka- og eitt stelpu-lið.  Stelpuliðið lenti í mjög sterkum riðli en stóðu sig engu að síður vel og enduðu í 4.

Selfoss mætir Malmö eða Spartak Moskva í EHF Cup

Selfoss mun mæta annaðhvort liði HK Malmö frá Svíþjóð eða HC Spartak Moskva frá Rússlandi í 2 .umferð Evrópukeppni félagsliða (EHF Cup).

Tokic áfram á Selfossi!

Framherjinn skrifaði á dögunum undir nýjan tveggja ára samning við Selfoss. Þetta eru miklar gleðifréttir en Tokic hefur stimplað sig inn sem algjör lykilmaður í liðinu síðan að hann kom til liðsins síðasta sumar.,,Þetta var mjög auðveld ákvörðun fyrir mig.

Hrafnhildur Hanna út í atvinnumennsku

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir hefur samið við franska úrvalsdeildarliðið Bourg-de-Péage Drôme Handball.Hrafnhildur Hanna er uppalin á Selfossi og hefur leikið allan sinn meistaraflokksferil með Selfossliðinu, allt frá 16 ára aldri árið 2011.  Franska liðið sem hún er að ganga til liðs við er nýlega komið aftur í efstu deildina og er í ákveðinni uppbyggingu og ætlar sér stóra hluti á komandi árum.  Franska úrvalsdeildin er ein allra sterkasta deild í heimi kvennahandboltans.  Við óskum Hönnu okkar hjartanlega til hamingju með þetta stóra skref.Mynd: Hrafnhildur Hanna í leik með Selfoss í vetur. Umf.

Þrefaldur sigur Selfyssinga í 85 cc

Fyrsta umferð Íslandsmótsins í mótokross fór fram á Akranesi þann 29. júní. Eftir langt þurrkatímabil rigndi þrjá daga fyrir keppni og varð því mikil drulla í brautinni og hún mjög erfið yfirferðar.Selfoss átti fjölmarga keppendur í mótinu og komust flestir þeirra á pall.

FRÁBÆR HEIMASIGUR - FJÖGUR MÖRK OG MARKIÐ HREINT!

Selfoss skaust upp í annað sæti 2. deildar í gærkvöldi þegar liðið lagði Kára frá Akranesi að velli, 4-0. Leikurinn var hraður og skemmtilegur allt frá fyrstu mínútu.

Selfoss kemur inn í 2.umferð í EHF Cup

Í gær gaf Evrópska handknattleikssambandið út lista yfir þáttökulið í Evrópukeppni félagsliða (EHF Cup). Selfoss kemur þar inn í 2.

Ljúft að vera til

Kvennalið Selfoss vann góðan 1-0 sigur á ÍBV í 9. umferð Pepsi Max deildarinnar á Hásteinsvelli í gærkvöldi. Það er ekki hægt að segja að það hafi verið dúnalogn í Dalnum í gærkvöldi, vindurinn stóð á annað markið og Selfoss hafði rokið í fangið í fyrri hálfleik.

ÍSLANDSBANKI ÁFRAM AÐALSTYRKTARAÐILI SELFOSS

Knattspyrnudeild Umf. Selfoss og Íslandsbanki skrifuðu undir samning í síðustu viku þess efnis að Íslandsbanki verður áfram aðalstyrktaraðili knattspyrnudeildarinnar.Það voru þeir nafnar, Jón Rúnar Bjarnason, útibússtjóri Íslandsbanka á Selfossi, og Jón Steindór Sveinsson, formaður knattspyrnudeildar Selfoss, sem skrifuðu undir samninginn í útibúi Íslandsbanka á Selfossi.„Við erum mjög ánægð með að hafa endurnýjað samninginn við Íslandsbanka.

Selfyssingar gerðu gott mót með U-17

Í síðustu viku tók U-17 landslið karla þátt í árlegu móti, European Open 17, sem fram fer í Svíþjóð samhliða Partille Cup.  Þrír Selfyssingar voru valdir í þetta verkefni, það voru þeir Reynir Freyr Sveinsson, Ísak Gústafsson og Tryggvi Þórisson.  Samanlagt skoruðu þeir 44 mörk í þessum 9 leikjum og léku stór hlutverk.Íslensku strákarnir gerðu sér lítið fyrir og unnu undanriðilinn.  Í milliriðlinum höfðu Svíar betur í hreinum úrslitaleik um efsta sæti og þar með sæti í úrslitaleik mótsins.  Annað sæti milliriðilsins kom strákunum okkar í leik um bronsið gegn Hvíta-Rússlandi.  Það var æsispennandi leikur þar sem Hvít-Rússar virtust ætla að kafsigla Íslandi, en stákarnir spyrntu við fótum og unnu á endanum með einu marki.Þriðja sætið var því niðurstaðan fyrir íslensku strákana.  Svíar töpuðu svo nokkuð sannfærandi fyrir Færeyjingum í úrslitaleik mótsins.  Tryggvi Þórisson var valinn besti varnarmaður mótsins.  Við óskum strákunum okkar og liðinu öllu til hamingju með árangurinn.