Öruggur sigur á Gróttu

Um seinustu helgi tóku strákarnir á móti Gróttu í fallbaráttu fyrstu deildar og höfðu öruggan 2-0 sigur og eru komnir í vænlega stöðu þegar tvær umferðir eru eftir.Það voru Elton Barros og Haukur Ingi Gunnarsson sem skoruðu mörk Selfyssinga í leiknum en allir leikmenn stóðu fyrir sínu í leiknum og sigldu heim þremur nauðsynlegum stigum.Nánar er fjallað um leikinn á vef .Selfyssingar eru enn sem fyrr í 10.

Rúmur tugur leikmanna framlengir hjá Selfoss

Í lok ágúst framlengdu ellefu strákar samninga sína við handknattleiksdeild Selfoss til ársins 2017.Félagið hefur að undanförnu lagt mikla áherslu á að halda í leikmenn sína og hafa þessir drengir trú á því verkefni sem framundan er hjá félaginu.

Kastþraut Óla Guðmunds - Stigamet hjá báðum kynjum

Árleg kastþraut Óla Guðmunds. fór fram föstudaginn 4. september síðastliðin í blíðskaparveðri á Selfossvelli. Keppni hófst kl.

Selfossstelpur hlutu bronsverðlaun

Ragnarsmóti kvenna, hinu fyrsta, lauk í gær.Það voru 6 lið sem tóku þátt.  Fram og Grótta spiluðu til úrslita og þar höfðu Framstúlkur 19-13 sigur.Lið Selfoss stóð sig afskaplega vel, unnu öruggan 28-20 sigur á HK, töpuðu síðan með einu marki 29-30 fyrir sigurvegurum mótsins.Selfossstelpurnar léku síðan við ÍBV um 3.sætið og höfðu mjög góðan 33-30 sigur á Eyjapæjum.Verður óneitanlega gaman að sjá til liðsins í vetur en þær hafa lagt gríðarlega mikið á sig á undirbúningstímabilinu og líta skrambi vel út.MM

Viðar Örn mætti á æfingu hjá Selfoss

Selfyssingurinn Viðar Örn Kjartansson mætti á æfingu hjá sínum gömlu félögum í knattspyrnuliði Selfoss í lok ágústmánaðar.Hann var staddur hér á landi vegna tveggja landsleikja sem íslenska landsliðið spilar í Evrópukeppninni.

Selfoss leikur um þriðja sætið

Selfoss mun spila gegn ÍBV um þriðja sætið á Ragnarsmóti kvenna í handbolta en úrslitaleikirnir verða leiknir í dag, laugardag.Mótið hófst á miðvikudag en að lokinni riðlakeppninni er ljóst að Fram og Grótta munu leika til úrslita kl.

Úrslitaleikur gegn Gróttu á JÁVERK-vellinum

Selfyssingar taka á móti Gróttu á JÁVERK-vellinum á morgun, laugardag, þar sem sæti í fyrstu deild að ári er í húfi.Leikurinn hefst kl.

Magnús ráðinn yfirþjálfari

Á dögunum var gengið frá ráðningu Magnúsar Tryggvasonar sem yfirþjálfara hjá Sunddeild Selfoss. Magnús er menntaður íþróttafræðingur, margreyndur sundmaður og sundaþjálfari bæði hér á Selfossi sem og á Suðurlandi öllu.

Selfoss stóð í meistaraefnunum

Stelpurnar okkar tóku á móti verðandi Íslandsmeisturum Breiðabliks í Pepsi deildinni á JÁVERK-vellinum í gær.Með sigri í leiknum gátu Blikar tryggt sér titilinn en Selfyssingar voru ekki á þeim buxunum og endaði leikurinn með jafntefli 1-1 í bráðfjörugum leik.

Adina til liðs við Selfoss

Handknattleiksdeild Selfoss hefur gert samning við Adina Ghidoarca, en hún er 28 ára rúmensk stelpa sem spilar alla jafna sem vinstri skytta.Hún æfði með liðinu í sumar og stóð sig það vel að henni var boðinn samningur við félagið. Adina spilaði áður í Færeyjum og Tyrklandi.Þess má geta að fyrir hjá Selfoss er landa hennar Carmen Palamariu og verða þær báðar í sviðsljósinu með Selfoss á Ragnarsmótinu í kvöld.---Adina t.v.