Staða Íþróttastjóra Handknattleiksdeildar laus til umsóknar

Íþróttastjóri er starfsmaður á skrifstofu Handknattleiksdeildar Umf. Selfoss og starfar undir stjórn handknattleiksdeildar og í samráði við unglingaráð deildarinnar.

Markmenn Selfoss í Rinat hanska

Knattspyrnudeild Selfoss og Rinat á Íslandi hafa gert með sér samstarfssamning. Markmenn Selfoss verja markið í Rinat hönskum. Kíktu á og nældu þér í par.

Íþróttastarf heimilað á nýjan leik

Allt íþróttastarf hjá Umf. Selfoss kemst í gang á ný á morgun, fimmtudaginn 15. apríl. Grunnskólabörn geta stundað skipulagt íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarf og fjöldatakmarkanir fara úr 10 í 20, samkvæmt nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra sem tekur gildi á miðnætti í kvöld. Á sama tíma og ný reglugerð tekur gildi um tilslakanir á sóttvarnarreglum breytast nálægðarmörk úr 2 metrum í 1 metra í skólum.Gert er ráð fyrir að reglurnar, sem heilbrigðisráðherra kynnti í gær gildi í þrjár vikur.Það er mikið fagnaðarefni að allt íþróttastarf geti hafist á ný en það er samt mjög mikilvægt að við pössum áfram upp á eigin sóttvarnir.

Fréttabréf UMFÍ

Guðrún Þóra í Selfoss

Guðrún Þóra Geirsdóttir skrifaði á dögunum undir tveggja ára samning við knattspyrnudeild Selfoss en hún kemur til félagsins frá Völsungi.

Guðjón Baldur áfram hjá Selfoss

Örvhenti hornamaðurinn Guðjón Baldur Ómarsson hefur samið við handknattleiksdeild Selfoss til tveggja ára. Guðjón Baldur, sem er aðeins 21 árs, hefur verið fastamaður í liði Selfoss í nokkur ár og varð meðal annars Íslandsmeistari með liðinu árið 2019.

Frjálsíþróttasumarbúðir FRÍ á Selfossi

Í sumar verða Frjálsíþróttasumarbúðir FRÍ starfræktar í þrettánda sinn á HSK svæðinu. Sumarbúðirnar verða haldnar á Selfossi dagana 27.

Leikmenn mánaðarins

Leikmenn aprílmánaðar eru Hinrik Jarl Aronsson og María Katrín Björnsdóttir. Hinrik Jarl er í 5. flokki og byrjaði aftur að æfa fótbotla í vetur eftir smá pásu.

Fréttabréf UMFÍ

Emma Checker í Selfoss

Knattspyrnudeild Selfoss hefur samið við áströlsku landsliðskonuna Emma Checker um að leika með liði félagsins í sumar.Checker er 25 ára gamall miðvörður sem hefur lengst af leikið í heimalandi sínu en einnig í Suður-Kóreu og Frakklandi.