A- og B-lið 4. flokks kvenna unnu bæði um helgina

A-liðið stóð sig mjög vel og vann sannfærandi sigur á góðu KA-liði á erfiðum útivelli síðata laugardag. Stelpurnar spiluðu lengst af góðan varnarleik og markvarslan var mjög góð.

Sautján Selfyssingar á ungalandsliðsæfingum HSÍ

Selfoss á 17 leikmenn á unglingalandsliðsæfingum á vegum Handknattleikssambands Íslands nú um páskana, fleiri en nokkurt annað félag.

Þór og Egill börðust um 3. sætið í opna flokknum

Sterkt Íslandsmót í júdóÍslandsbmótið í júdó var haldið laugardaginn 24. mars síðastliðinn í Laugardalshöllinni. Mjög góð þátttaka var í mótinu og fjöldi áhorfenda.

Frábær leikur hjá 4. fl. B

Strákarnir í B-liði 4. flokks léku gegn Stjörnunni í dag og var leikurinn síðasti deildarleikur þessa keppnistímabils. Það er skemmst frá því að segja að Selfyssingar léku frábærlega í leiknum og unnu að lokum 32-26 sigur.Selfoss var með yfirhöndina lengst af í fyrri hálfleik en náði ekki að komast meira en tveimur mörkum yfir.

Nýtt fréttabréf mótokrossdeildar komið út

Motocrossdeild UMFS hefur gefið út nýtt fréttabréf. Þar eru m.a. kynntar fyrirhugaðar framkvæmdir á félagssvæði deildarinnar við Hrísmýri ásamt æfingaplani sumarsins, félagsgjöldum, brautargjöldum og keppnum.

Jafntefli við Víking Ó. í Lengjubikarnum

Selfyssingar tóku á móti Víkingi frá Ólafsvík í Lengjubikarnum sl. föstudag á gervigrasinu á Selfossi í fínasta veðri. Víkingur komst yfir á 23.

Selfoss komst í umspilið!

Selfyssingar lögðu Víkinga á útivelli á föstudaginn síðastliðinn, 25-29, eftir að hafa yfir 9-16 í leikhléi, og tryggðu sér þar með sæti í umspili um laust sæti í N1 deildinni. Okkar menn höfðu ávallt stjórnina í leiknum og komust mest átta mörkum yfir.

Fjórar Selfoss-stelpur í landsliðsúrvali fullorðina í hópfimleikum

Nú á dögunum var tilkynntur fyrsti æfingahópur landsliðsins í flokki fullorðina fyrir Evrópumótið 2012. Selfyssingar eiga þar fjóra fulltrúa en það eru þær Helga Hjartardóttir, Hugrún Hlín Gunnarsdóttir, Rakel Nathalie Kristinsdóttir og Unnur Þórisdóttir.

Blandað lið Selfoss hársbreidd frá deildarmeistaratitli

Undankeppni Íslandsmótsins í hópfimleikum fóru fram í húsakynnum Gerplu föstudaginn 30. mars. Selfoss sendi tvö lið til keppni en það voru lið Selfoss HM1, sem keppir í kvennaflokki, og lið Selfoss HM4, sem keppir í flokki blandaðra liða.

Fyrsti leikur vorsins á heimavelli í kvöld

Meistaraflokkur karla tekur á móti Víkingum frá Ólafsvík í Lengjubikarnum á gervigrasvellinum á Selfossi í kvöld. Er þetta jafnframt fyrist opinberi leikur meistaraflokks á heimavelli á þessu ári.