Dregið í vorhappdrætti handknattleiksdeildar

Búið er að draga í vorhappdrætti handknattleiksdeildar Selfoss árið 2020. Fulltrúar handknattleiksdeildar drógu út 72 glæsilega vinninga að heildarverðmæti 1.127.857 kr í viðurvist sýslumanns.Efstu þrír vinningarnir komu á þessi númer 1.

Fréttabréf ÍSÍ - Hjólað í vinnuna

Arnór Logi framlengir

Hin ungi og efnilegi Arnór Logi Hákonarson hefur framlengt samning sinn við Selfoss. Arnór, sem er 18 ára gamall, er leikstjórnandi og tók sín fyrstu skref með meistaraflokk í vetur.  Hann hefur einnig verið lykilmaður í ungmennaliði Selfoss sem komst upp í Grill 66 deild karla í vetur.  Handknattleiksdeild Selfoss fagnar því að ungir og efnilegir leikmenn haldi áfram að vaxa og dafna í Hleðsluhöllinni.---Mynd: Umf.

Blandað lið Selfoss missti af Norðurlandamóti vegna Covid-19

Í haust setti fimleikadeild Selfoss saman nýtt 1. flokks lið í blönduðum flokki. Iðkendur liðsins eru stúlkur og drengir á aldrinum 12-17 ára sem hafa æft hjá deildinni frá unga aldri.Liðið æfir tólf klukkustundir á viku þar sem 4,5 klukkustundir fara í gólfæfingar og 7,5 klukkustundir í stökk á trampólíni og á fíbergólfi.

Leikmenn mánaðarins

Leikmenn maí mánaðar hjá knattspyrnudeildinni eru Hjalti Heiðar Magnússon og Freyja Hrafnsdóttir. Flottir fóboltakrakkar sem voru mjög duglegir að sinna heimaæfingum á meðan samkomubannið var í gildiÁfram Selfoss.

Henriette framlengir við Selfoss

Markmaðurinn Henriette Østergaard framlengdi samning sinn við handknattleiksdeild Selfoss á dögunum. Henriette, sem er tvítug, kom í fyrra til Selfoss frá Elitehåndbold Aalborg sem er félag í  efstu deild í dönskum kvennahandbolta.

Sundnámskeið Selfoss

Vornámskeið sunddeildar Umf. Selfoss verður haldið 8.-18. júní í gömlu innilauginni á Selfossi.Kennt verður fyrir hádegi virka daga í alls átta skipti í 45 mínútur í senn.

Handboltaæfingar að loknu samkomubanni

Samkvæmt tilskipun heilbrigðisráðherra verður íþróttastarf barna og unglinga með eðlilegu móti frá og með 4. maí. Handboltaæfingar yngri flokka (7-15 ára) byrja þar af leiðandi af fullum krafti í Hleðsluhöllinni samkvæmt venjulegri stundaskrá næstkomandi mánudag.

Æfingar hjá knattspyrnudeildinni fara af stað á mánudaginn

Eftir langa bið fara hefðbundnar æfingar aftur af stað mánudaginn 4. maí. Um leið og æfingar fara í hefðbundið horf eru þjálfarar meðvitaðir um það að hættan af faraldrinum er ekki liðin hjá og viljum við tryggja að öllum líði vel og hlakki til að koma á allar æfingar. Tilfinningin að fara heim eftir góða æfingu er frábær, eykur sjálfstraust og vellíðan bæði hjá iðkendum og þjálfurum.Breyttir tímar hafa kennt þjálfurum og iðkendum að bera sjálfir ábyrgð á sinni þjálfun og ætlum við að halda áfram að gefa út heimaæfingar til þeirra sem vilja æfa meira eða missa af liðsæfingum þá vikuna.Mikið verður lagt upp með jákvæða upplifun.

Æfingar hjá Umf. Selfoss frá 4. maí

Það voru svo sannarlega gleðitíðindi sem bárust okkur í lok vetrar þegar heilbrigðisráðherra kynnti breytingar á samkomubanni. Í því felst að fjöldamörk samkomubanns hækka úr 20 í 50 manns 4.