Selfoss leikur á laugardag í fjórðungsúrslitum Borgunarbikarsins

Um helgina fara fram fjórðungsúrslit í . Selfoss tekur á móti ÍBV á JÁVERK-vellinum kl. 14:30 á laugardag.Á föstudag mætast Þróttur og Stjarnan á Valbjarnarvelli annars vegar og hins vegar Fylkir og KR á Fylkisvellinum. Á laugardeginum leika Valur og Breiðablik á Vodafone-vellinum.Dregið verður í undanúrslit Borgunarbikars kvenna í höfuðstöðvum KSÍ í hádeginu á mánudag.

Norðurálsmótið á Akranesi

Strákarnir í 7. flokki tóku þátt í Norðurálsmóti ÍA á Akranesi um seinustu helgi. Selfoss átti fjögur lið á mótinu og stóðu þau öll fyrir sínu.

Of mörg mistök gegn Íslandsmeisturunum

Selfoss tók á móti Íslandsmeisturum Stjörnunnar á JÁVERK-vellinum í gær. Lokatölur urðu 3-5 sigur Stjörnunnar í bráðfjörugum leik.Stelpurnar byrjuðu af krafti og Dagný Brynjarsdóttir kom Selfoss yfir strax í upphafi leiks.

Markaþurrð Selfyssinga

Selfyssingar urðu að sætta sig við tap á heimavelli gegn BÍ/Bolungarvík í 1. deild á laugardag.Eftir að Selfyssingar höfðu ráðið ferðinni í fyrri hálfleik voru það Djúpmenn sem skoruðu eina mark leiksins í síðari hálfleik.

Dagný skoraði gegn Möltu

Dagný Brynjarsdóttir spilaði allan leikinn fyrir Ísland sem vann öruggan heimasigur á Möltu með fimm mörkum gegn engu í undankeppni fyrir HM í Kanada í gær.Dagný stóð fyrir sínu á miðjunni og skoraði fjórða mark Íslendinga í leiknum eftir mikla orrahríð í markteig Möltu.Varnarmaðurinn Thelma Björk Einarsdóttir var einnig kölluð inn í hópinn en kom ekkert við sögu í leiknum.Ísland er með 13 stig í öðru sæti riðilsins, stigi á undan Dönum en þjóðirnar mætast í næsta leik ríðilsins á Laugardalsvelli fimmtudaginn 21.

Atvinnumenn Selfyssinga í heimsókn

Fjórir leikmenn af Selfossi sem í dag eru atvinnumenn í knattspyrnu mættu í Knattspyrnuskóla Selfoss í gær. Þeir heilsuðu upp á þátttakendur ásamt því að gefa góð ráð og eiginhandaráritanir.Leikmennirnir eru (frá vinstri) Guðmundur Þórarinsson, leikmaður Sarpsborg 08, Viðar Örn Kjartansson, leikmaður Vålerenga í Osló, Jón Daði Böðvarsson, leikmaður Viking í Stavangri og Sindri Pálmason, leikmaður Esbjerg í Danmörku.Þeir eru allir búnir að fara í gegnum yngri flokka starf félagsins og eru nú fastamenn í sínum liðum.Mynd: Umf.

Tveir Selfyssingar í eldlínunni með landsliðinu

Selfyssingarnir Dagný Brynjarsdóttir og Thelma Björk Einarsdóttir eru í landsliðshópi Íslands í knattspyrnu sem mætir Möltu í undankeppni HM á Laugardalsvelli í dag klukkan 18.Dagný lék allan leikinn í 1-1 jafntefli gegn Dönum á útivelli sl.

Dagný spilaði allan leikinn gegn Dönum

Dagný Brynjarsdóttir var í byrjunarliði Íslands sem gerði 1-1 jafntefli við Dani í gær í undankeppni HM 2015, en liðin mættust í Vejle í Danmörku.

Leikmenn framtíðarinnar á Pæjumóti TM í Eyjum

Selfoss átti þrjú lið á Pæjumóti TM í Eyjum sem fram fór 12.-14. júní. Liðin stóðu sig gríðarlega vel, barátta og leikgleði í fyrirrúmi.

Magnús Ingi fyrstur að skora hjá Leikni

Selfoss varð fyrst liða í sumar til að finna leiðina að marki Leiknis þegar liðin gerðu 1-1 jafntefli í 1. deild á laugardag.Bæði mörk leiksins komu í síðari hálfleik en það var Magnús Ingi Einarsson sem jafnaði leikinn fyrir Selfyssinga, þegar hann skoraði með skalla, á 78.