10.06.2014
Kvennalið Selfoss heimsækir Breiðablik í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu kl. 19:15 í kvöld.Leikurinn fer fram á Kópavogsvelli og er frítt inn fyrir alla, börn og fullorðna, í boði Deloitte.
10.06.2014
Selfoss er komið í fjórðungsúrslit í bikarkeppni kvenna í knattspyrnu eftir 2-0 sigur á Skagakonum sl. föstudag. Mörk Selfyssinga komu hvort í sínum hálfleiknum og voru það landsliðskonurnar Dagný Brynjarsdóttir og Guðmunda Brynja Óladóttir sem skoruðu mörkin. Þetta er í fyrsta skipti sem Selfoss kemst í fjórðungsúrslit í bikarnum.Ítarleg umfjöllun um bikarleikinn er á vef .Í hádeginu í dag var dregið í fjórðungsúrslitum og mætir Selfoss ÍBV á JÁVERK-vellinum föstudaginn 27.
10.06.2014
Í gær unnu strákarnir okkar öruggan 3-0 sigur á Tindastóli í 1. deildinni. Selfyssingar höfðu mikla yfirburði í leiknum en gekk erfiðlega að skapa sér opin færi enda fór svo að öll mörk leiksins komu úr föstum leikatriðum.
03.06.2014
Í gær mættu stelpurnar ÍA á JÁVERK-vellinum og höfðu sanngjarnan sigur 3-1. Enn á ný voru Guðmunda og Dagný á skotskónum auk þess sem Celeste Boureille skoraði lokamark Selfoss seint í leiknum.Selfoss er nú um miðja deild með 6 stig og mætir næst Breiðablik á Kópavogsvelli þriðjudaginn 10.
03.06.2014
Strákarnir sýndu mikla þrautseigju þegar þeir mættu HK í Kórnum í gær. HK komst yfir strax í upphafi leiks og þrátt fyrir stórsókn okkar manna eftir það tókst þeim ekki að jafna fyrr en Magnús Ingi Einarsson skoraði með seinustu spyrnu leiksins.Næsti leikur strákanna er mánudaginn 9.
28.05.2014
Stelpurnar okkar sýndu loks sitt rétta andlit og lönduðu öruggum sigri á útivelli gegn Aftureldingu í gær.Lokatölur í leiknum urðu 3-0.
27.05.2014
Selfyssingar fengu skell þegar þeir mættu liði Stjörnunnar í Borgunarbikarnum í gær. Selfyssingar sáu aldrei til sólar í leiknum sem lauk með því að Stjarnan skoraði öll sex mörk leiksins.Fjallað er um leikinn á vef . .
26.05.2014
Selfyssingar tóku á móti Þrótturum í 1. deildinni sl. föstudag. Eftir markalausan fyrri hálfleik blésu Selfyssingar til stórsóknar í upphafi seinni hálfleiks.
23.05.2014
Knattspyrnudeild Selfoss og Dominos gengu í byrjun maí frá samstarfssamningi. Dominos bætist þar með í hóp fjölda fyrirtækja sem styðja við starf deildarinnar.Samningurinn felur m.a.
21.05.2014
Selfyssingum gengur brösuglega í fyrstu leikjum sínum í Pepsi deildinni. Síðastliðinn sunnudag urðu þær að játa sig sigraðar á heimavelli gegn Þór/KA 2-3.