Fjörugar lokamínútur gegn FH

Selfoss og FH gerðu jafntefli í Pepsi deildinni í gær en síðustu fimmtán mínútur leiksins voru afar fjörugar.Markalaust var í hálfleik hjá liðunum og langt inn í seinni hálfleik.

Yfirburðir þrátt fyrir tap

Selfyssingar tóku á móti Haukum á JÁVERK-vellinum í 1. deildinni í gær. Liðin voru fyrir leik jöfn að stigum um miðja deild og því búist við jafnri og spennandi viðureign.Allt benti þó til þess að Selfysingar myndu landa öruggum sigri slíkir voru yfirburðirnir í fyrri hálfleik.

Öruggur sigur hjá stelpunum

Selfyssingar unnu öruggan útisigur á Fylki í Pepsi-deildinni í gær. Stelpurnar okkar voru allan tímann mun beinskeyttari en heimastúlkur og unnu fyllilega verðskuldaðan sigur.Erna Guðjónsdóttir kom Selfyssingum yfir strax á 5.

Selfoss sækir Fylki heim í undanúrslitum

Selfoss mætir Fylki á útivelli í undanúrslitum Borgunarbikars kvenna í knattspyrnu en dregið var í hádeginu í dag. Leikur liðanna fer fram á Fylkisvellinum í Árbæ föstudaginn 25.

Selfoss í undanúrslit í fyrsta sinn

Selfoss tryggði sér sæti í undanúrslitum Borgunarbikarsins í knattspyrnu með frækilegum sigri á ÍBV á laugardag. Er þetta jafnframt í fyrsta sinn í sögu félagsins sem það kemst í undanúrslit bikarkeppninnar.Selfoss hafði nokkra yfirburði í fyrri hálfleik og skoraði Dagný Brynjarsdóttir eina mark hans á 10.

Dýrmætur sigur Selfyssinga

Selfyssingar heimsóttu KV í Laugardalnum á föstudag og komu heim með þrjú dýrmæt stig í 1. deildinni.Selfyssingar léku manni fleiri frá því um miðjan fyrri hálfleik og var eftirleikurinn okkar mönnum auðveldur.

Selfoss leikur á laugardag í fjórðungsúrslitum Borgunarbikarsins

Um helgina fara fram fjórðungsúrslit í . Selfoss tekur á móti ÍBV á JÁVERK-vellinum kl. 14:30 á laugardag.Á föstudag mætast Þróttur og Stjarnan á Valbjarnarvelli annars vegar og hins vegar Fylkir og KR á Fylkisvellinum. Á laugardeginum leika Valur og Breiðablik á Vodafone-vellinum.Dregið verður í undanúrslit Borgunarbikars kvenna í höfuðstöðvum KSÍ í hádeginu á mánudag.

Norðurálsmótið á Akranesi

Strákarnir í 7. flokki tóku þátt í Norðurálsmóti ÍA á Akranesi um seinustu helgi. Selfoss átti fjögur lið á mótinu og stóðu þau öll fyrir sínu.

Of mörg mistök gegn Íslandsmeisturunum

Selfoss tók á móti Íslandsmeisturum Stjörnunnar á JÁVERK-vellinum í gær. Lokatölur urðu 3-5 sigur Stjörnunnar í bráðfjörugum leik.Stelpurnar byrjuðu af krafti og Dagný Brynjarsdóttir kom Selfoss yfir strax í upphafi leiks.

Markaþurrð Selfyssinga

Selfyssingar urðu að sætta sig við tap á heimavelli gegn BÍ/Bolungarvík í 1. deild á laugardag.Eftir að Selfyssingar höfðu ráðið ferðinni í fyrri hálfleik voru það Djúpmenn sem skoruðu eina mark leiksins í síðari hálfleik.