07.02.2014
Á morgun, laugardaginn 8. febrúar, verður 210 milljóna risapottur í boði á Enska seðlinum fyrir 13 rétta. Ástæðan er sú að vinningar fyrir 10 rétta síðastliðinn laugardag náðu ekki lágmarksútborgun.Ekkert lát verður á risapottum í upphafi árs og er þetta sjötta vikan í röð sem risapottar er í boði.
06.02.2014
Selfyssingar spila til úrslita í B-deild Fótbolta.net mótsins á föstudagskvöld. Þá mætir liðið HK í Kórnum og hefst leikurinn klukkan 18:15.
05.02.2014
Knattspyrnukonurnar Karitas Tómasdóttir (t.vinstri á myndinni), Eva Lind Elíasdóttir og Hrafnhildur Hauksdóttir (t.hægri) eru í U19 ára landsliði Ólafs Þórs Guðbjörnssonar sem kemur saman helgina 8.-9.
04.02.2014
Selfoss kemur best út úr samanburði við verðlagseftirlit sem birtiast í dag í. Þar var sagt frá verðlagseftirliti ASÍ á æfingagjöldum í knattspyrnu hjá 16 íþróttafélögum víðsvegar um landið.
31.01.2014
Flautað verður til leiks í Guðjónsmótinu í Iðu á morgun. Það er mikil eftirvænting fyrir mótinu og mörg lið búin að biðja um að setja nafn þeirra á bikarinn fyrir mót.Um kvöldið verður geggjað ball um í Hvítahúsinu þar sem nokkrir af þekktustu tónlistarmönnum Selfyssinga munu stíga á stokk og skemmta okkur fram eftir nóttu.
31.01.2014
Laugardag 21. desember sl. var dregið í jólahappadrætti unglingaráðs knattspyrnudeildar. Aðalvinningurinn, sjónvarp frá Árvirkjanum, kom á miða númer 499 og fór sá vinningur niður á Eyrarbakka.
31.01.2014
Laugardag 21. desember sl. var dregið í jólahappadrætti unglingaráðs knattspyrnudeildar. Aðalvinningurinn, sjónvarp frá Árvirkjanum, kom á miða númer 499 og fór sá vinningur niður á Eyrarbakka.
29.01.2014
Um seinustu helgi fóru fram úrtaksæfingar hjá U19 kvenna í Kórnum og Egilshöll. Selfyssingarnir Eva Lind Elíasdóttir, Hrafnhildur Hauksdóttir og Karitas Tómasdóttir voru valdar til æfinga.Um næstu helgi tekur Svavar Berg Jóhannsson þátt í úrtaksæfingum hjá U19 karla í Kórnum og Egilshöll.
28.01.2014
Það dró strax til tíðinda í hópleik Selfoss getrauna, sem hófst sl. laugardag. Hópurinn Tígull jr. gerði sér lítið fyrir og var mað alla 13 leikina á seðlinum rétta.
22.01.2014
Selfyssingurinn Jón Daði Böðvarsson lék allan leikinn fyrir Íslendinga þegar A-landslið Íslands í knattspyrnu mætti Svíum í vináttuleik í Abu Dhabi í gær. Þetta var annar A-landsleikur Jóns Daða sem lék sinn fyrsta leik með liðinu í lok árs 2012.Félagi hans Guðmundur Þórarinsson, sem einnig er Selfyssingur, kom inn á sem varamaður í hálfleik í sínum fyrsta A-landsleik.Svíar lögðu Íslendinga með tveimur mörkum gegn engu í leiknum sem leikinn var í Abu Dhabi í Sameinuðu Furstadæmunum. Ekki er um að ræða alþjóðlegan leikdag og því er hópurinn skipaður leikmönnum sem spila hér á landi og í Skandinavíu.Fjallað er um leikinn á vef .