Selfoss samþykkir tilboð í Sindra

Selfyssingar hafa samþykkt tilboð danska úrvalsdeildarliðsins Esbjerg í miðjumanninn unga Sindra Pálmason.Sindri, sem er 17 ára gamall, fór til Esbjerg á reynslu í október og í kjölfarið sýndi danska félagið mikinn áhuga á að fá hann til liðs við sig.Sindri er miðjumaður og spilaði hann þrjá leiki með uppeldisfélagi sínu í 1.

Hátíðarkveðja frá knattspyrnudeild

Skemmtilegt knattspyrnuár er senn á enda. Mörg verkefni voru unnin á árinu, stór og smá. Meistaraflokkar karla og kvenna stóðu sig vel, kvennalið okkar sannaði sig meðal þeirra bestu og karlalið okkar, ungt og upprennandi, freistar þess á nýju ári að komast í úrvalsdeild.Yngri flokka starf deildarinnar er umfangsmikið.

Vinningsnúmer í jólahappadrætti

Á laugardag var dregið í jólahappadrætti unglingaráðs knattspyrnudeildarinnar. Aðalvinningurinn, sjónvarp frá Árvirkjanum kom á miða númer 499.Hægt er að vitja vinninga í Tíbrá, félagsheimili Umf.

Viðar Örn til Vålerenga

Selfyssingurinn Viðar Örn Kjartansson skrifaði í gær undir þriggja ára samning við norska úrvalsdeildarliðið Vålerenga í Osló.Greint er frá þessu á vef þar sem lesa má stutt viðtal við Viðar.Mynd: Sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Gumma og Svavar æfðu með landsliðinu

Um seinustu helgi æfðu Guðmunda Brynja Óladóttir með A-landsliðinu og Svavar Berg Jóhannsson með U-19 landsliðinu. Þau eru þrátt fyrir ungan aldur margreyndir landsliðsmenn Selfyssinga.

Jólaglaðningur Getrauna

Boðið verður upp á stærsta pott Íslandssögunnar í Getraunum um næstu helgi þegar áætluð vinningsupphæð verður 390 milljónir króna fyrir 13 rétta á enska getraunaseðlinum.

Tveir kaldir sigurvegarar haustleiks

Lokahóf haustleiks Selfoss getrauna var haldið í Tíbrá sl. laugardag. Þar voru félagarnir Birkir Snær Fannarsson og Atli Snær Sigvarðsson í hópnum Tveir kaldir leystir út með vinningum og glæsilegum bikar fyrir sigur í haustleiknum 2013.Vorleikurinn hefst í upphafi Þorra, laugardaginn 25.

Gríðarleg verðmæti sjálfboðaliða

Óskar Sigurðsson, formaður knattspyrnudeildar Umf. Selfoss, er í ítarlegu viðtali í jólablaði Dagskrárinnar sem kom út á fimmtudag.

Lokahóf haustleiks Selfoss getrauna

Selfoss getraunir bjóða tippurum og fjölskyldum þeirra í jólamat í Tíbrá laugardaginn 14. desember. Við sama tækifæri verða veitt verðlaun fyrir haustleik getraunanna. Maturinn hefst kl.

Þorsteinn undir smásjá Brentford

Greint var frá því á vef að forráðamenn enska knattspyrnuliðsins Brentford hafi beðið um að fá Selfyssinginn Þorstein Daníel Þorsteinsson aftur til reynslu til félagsins.Þorsteinn fór til Brentford ásamt Svavari Berg Jóhannssyni í október síðastliðnum og í kjölfarið barst beiðni frá félaginu um að skoða Þorstein betur.