13 réttir í Tíbrá og nýr hópleikur

Það dró strax til tíðinda í hópleik Selfoss getrauna, sem hófst sl. laugardag. Hópurinn Tígull jr. gerði sér lítið fyrir og var mað alla 13 leikina á seðlinum rétta.

Jón Daði og Guðmundur spiluðu saman

Selfyssingurinn Jón Daði Böðvarsson lék allan leikinn fyrir Íslendinga þegar A-landslið Íslands í knattspyrnu mætti Svíum í vináttuleik í Abu Dhabi í gær. Þetta var annar A-landsleikur Jóns Daða sem lék sinn fyrsta leik með liðinu í lok árs 2012.Félagi hans Guðmundur Þórarinsson, sem einnig er Selfyssingur, kom inn á sem varamaður í hálfleik í sínum fyrsta A-landsleik.Svíar lögðu Íslendinga með tveimur mörkum gegn engu í leiknum sem leikinn var í Abu Dhabi í Sameinuðu Furstadæmunum. Ekki er um að ræða alþjóðlegan leikdag og því er hópurinn skipaður leikmönnum sem spila hér á landi og í Skandinavíu.Fjallað er um leikinn á vef .

Tveir Selfyssingar í landsliðshópi KSÍ

Tveir Selfyssingar eru í 20 manna landsliðshópi KSÍ sem mætir Svíum í vináttulandsleik í Abu Dhabi, þriðjudaginn 21. janúar næstkomandi.

Dagný í liði ársins í Bandaríkjunum

Landsliðskonan og Rangæingurinn Dagný Brynjarsdóttir, sem gekk á dögunum til liðs við Selfyssinga og leikur með þeim í Pepsi deildinni næsta sumar, var valin í lið ársins í bandaríska háskólaboltanum í knattspyrnu.

Hvatagreiðslur hækka

Þegar nýtt hvatagreiðsluár byrjar þann 1. febrúar nk. mun framlag Sveitarfélagsins Árborgar til styrktar börnum sem stunda skipulagt íþrótta og/eða tómstundastarf hækka um 50% eða úr 10.000 kr.

Úrtaksæfingar hjá U16

Selfyssingurinn Eysteinn Aron Bridde var í vikunni boðaður á úrtaksæfingar hjá U16 landsliðinu sem æfir komandi helgi í Kórnum. Æfingarnar fara fram undir stjórn Freys Sverrissonar þjálfara U7 landsliðs Íslands.

Úthlutað úr Afreks- og styrktarsjóði Umf. Selfoss og Árborgar

Á fundi framkvæmdastjórnar Umf. Selfoss í desember var gengið frá úthlutun rúmlega 2,3 milljóna króna úr Afreks- og styrktarsjóði Umf.

Sindri genginn til liðs við Esbjerg

Sindri Pálmason, leikmaður Selfyssinga, skrifaði á sunnudag undir tveggja og hálfs árs samning við danska úrvalsdeildarliðið Esbjerg en greint var frá því á . Sindri, sem er 17 ára gamall, fór til Esbjerg á reynslu í október og í kjölfarið sýndi danska félagið mikinn áhuga á að fá hann til liðs við sig.

Æfingar hjá kvennalandsliðunum

Öll kvennalandslið Íslands voru við æfingar um seinustu helgi og áttu Selfyssingar nokkra fulltrúa í æfingahópunum. Guðmunda Brynja Óladóttir æfði með A-landsliðinu undir stjórn Freys Alexanderssonar.

Æfingar hjá kvennalandsliðunum

Öll kvennalandslið Íslands voru við æfingar um seinustu helgi og áttu Selfyssingar nokkra fulltrúa í æfingahópunum. Guðmunda Brynja Óladóttir æfði með A-landsliðinu undir stjórn Freys Alexanderssonar.