Glæsilegt lokahóf knattspyrnufólks

Glæsilegt lokahóf knattspyrnudeildarinnar var haldið í Hvítahúsinu laugardaginn 21. september. Boðið var upp á glæsileg skemmtiatriði sem náðu hámarki í söngkeppni meistaraflokks kvenna og 2.

Uppskeruhátíð yngri flokka

Uppskeruhátíð yngri flokka Selfoss fór fram laugardaginn 21. september. Fjöldi iðkenda mættu ásamt foreldrum sínum þar sem veittar voru viðurkenningar fyrir sumarið.

Haukur Ingi og Richard með nýja samninga

Í dag mættu Haukur Ingi Gunnarsson og Richard Sæþór Sigurðsson í Tíbrá til að skrifa undir 3 ára samning við knattspyrnudeildina.

Nýr hópleikur hefst á laugardaginn

Nýr hópleikur, haustleikur Selfoss getrauna, hefst laugardaginn 28. september. Hægt er að skrá sig til leiks í Tíbrá, Engjavegi 50, þar sem er opið hús frá kl.

Þriðji flokkur lék til úrslita

Sameiginlegt lið Selfoss, Hamars og Ægis spilaði til úrslita í B-liðakeppni 3. flokks stráka í seinustu viku. Í undanúrslitum fóru strákarnir í Kópavog þar sem þeir mættu Breiðabliki og var það Jökull Hermannsson sem skoraði eina mark leiksins í fyrri hálfleik.Mótherjar strákanna í úrslitaleiknum voru Fjölnismenn úr Grafarvogi.

Tap í lokaleiknum gegn KF

Selfyssingar lutu í gras gegn fallliði KF á Selfossvelli á laugardag. Þrátt fyrir stanslausa sókn heimamanna voru það gestirnir sem fögnuðu óvæntum 2-3 sigri.

Þjálfararáðstefna í Árborg

Þjálfararáðstefna fyrir alla sem þjálfa íþróttir innan vébanda Sveitarfélagsins Árborgar verður haldin dagana 11.-12. október.

Lokahóf knattspyrnumanna

Lokahóf meistaraflokks og 2. flokks karla og kvenna verður haldið laugardagskvöldið 21. september í Hvítahúsinu. Knattspyrnumenn eru hvattir til að mæta og enda skemmtilegt fótboltasumar saman.MatseðillRjómalöguð sveppasúpa og nýbakað brauðLambalæri með Gratínkartöflum, grænmeti og rauðvínssósu.Kaffi og konfekt.DagskráVerðlaunaafhending, Skemmtiatriði, dansleikur með Ingó og Veðurguðunum o.fl.Verð: 5.900 kr.Forsala miða er í Tíbrá og í síma 669-7604 - Húsið opnar kl.

Selfoss leikur til úrslita í 3. flokki

Sameiginlegt lið Selfoss, Hamars og Ægis tryggði sér á laugardag sæti í úrslitaleik í B-liðakeppni 3. flokks stráka. Mótherjar þeirra í úrslitaleiknum verða Fjölnismenn úr Grafarvogi.Í undanúrslitum fóru strákarnir í Kópavog þar sem þeir mættu Breiðabliki.

Besti árangur Selfoss frá upphafi

Selfoss lauk leik í Pepsi deildinni á laugardag þegar liðið lá 4-0 fyrir Val á Vodafonevellinum að Hlíðarenda. Í hálfleik var staðan 2-0 og bættu Valskonur tveimur mörkum við í upphafi síðari hálfleiks.