18.12.2012
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari A-landsliðs kvenna, hefur valið Guðmundu Brynju Óladóttur frá Selfossi í undirbúningshóp fyrir verkefni næsta árs. Þetta er 42 manna hópur sem kallaður er saman á fund 28.
30.11.2012
Jón Daði Böðvarsson, leikmaður Selfoss, náði samkomulagi við norska knattspyrnufélagið Viking frá Stafangri í vikunni. Hann mun því halda til Noregs í næstu viku og skrifa undir þriggja ára samning við félagið.
29.11.2012
Það var látið rosalega vel af störfum þínum hjá KSÍ og þú náðir besta árangri með u-17 ára landslið sem náðst hefur.
27.11.2012
Meistaraflokkur kvenna í knattspyrnu er með til sölu glæsileg handklæði með merki Umf. Selfoss. Handklæðin er hægt að fá vínrauð með hvítu Selfossmerki eða hvít með vínrauðu Selfossmerki.
22.11.2012
Selfyssingurinn Guðmundur Þórarinsson skrifaði í gær undir atvinnumannasamning við norska knattspyrnuliðið Sarpsborg 08 og gildir samningurinn til 2015.
09.11.2012
Í vikunni skrifuðu tvær bráðefnilegar stelpur, Bergrún Linda Björgvinsdóttir og Hrafnhildur Hauksdóttir, undir 2 ára samninga við Selfoss.
29.10.2012
Íslenska U19 kvennalandsliðið tók þátt í undankeppni EM í Danmörku dagana 20.-25. október s.l. Með Íslandi í riðli voru Slóvakía, Moldavía og Danmörk.
26.10.2012
Laugardaginn 27. október bjóða Selfoss getraunir öllum tippurum og fjölskyldum þeirra í dögurð (brunch) í Tíbrá, félagsheimili Umf.
23.10.2012
Sóknarmaðurinn Katrín Ýr Friðgeirsdóttir skrifaði í síðustu viku undir nýjan samning við knattspyrnudeild Selfoss. Katrín var einn af máttarstólpum Selfossliðsins sitt fyrsta ár í Pepsí deildinni í sumar og skoraði m.a. tvö mikilvæg mörk í 15 leikjum. Katrín var valin besti leikmaður meistaraflokks kvenna á lokahófi félagsins ásamt Guðmundu Brynju Óladóttir sem einnig skrifaði undir samning við félagið á dögunum.
19.10.2012
Þann 10. október síðastliðinn var gengið frá ráðningu Gunnars Guðmundssonar sem þjálfara meistaraflokks karla. Tekur hann við starfi Loga Ólafssonar sem færði sig yfir til Stjörnunnar.