Góður sigur hjá Selfoss

Pepsi deildin fór af stað í gærkvöldi eftir mánaðarhlé vegna EM í Svíþjóð. Selfyssingar tóku á móti Þrótturum á Selfossvelli og unnu góðan 4-2 sigur.

Strákarnir í 2. flokki standa í ströngu

Strákarnir í 2. flokki léku fjóra leiki á einungis 12 dögum í lok júlí. Með sanni má segja að þeir hafi farið hamförum í tveimur seinustu leikjunum.Eftir að hafa legið á útivelli gegn toppliði Vals kom afar svekkjandi jafntefli á heimavelli gegn KA þar sem gestirnir jöfnuðu úr vítaspyrnu undir lok leiksins þá manni færri.

Brosandi stelpur í fótbolta

Yfir 70 brosmildar fótboltastelpur mættu risastóra fótboltaæfingu á Selfossvelli síðastliðinn laugardag í blíðskapar veðri. Þar fór fram sérstök stelpuæfing með leikmönnum og þjálfurum í meistaraflokki Selfoss.

Guðmunda Brynja í úrvalsliði fyrri umferðar

Guðmunda Brynja Óladóttir fyrirliði Selfoss var valin í úrsvalslið fyrri umferðar Pepsi deildarinnar í knattspyrnu en valið var kynnt húsakynnum Ölgerðarinnar í dag.

Gunnar á Völlum sér um kvöldvökuna

Nú er allt að verða klárt fyrir Meistaradeild Olís 2013. Mótið verður með svipuðu sniði og undanfarin ár. Í sundlaugapartýinu á föstudeginum ætla þeir Hreimur og Árni úr hljómsveitinni Land og Synir að halda uppi stemmingunni.

Víkingahátíð á Selfossvelli

Selfyssingar bitu svo sannarlega í skjaldarrendur Víkinga á Selfossvelli í gær. Þegar upp var staðið höfðu Selfyssingar komið boltanum sex sinnum í mark Víkinga með löglegum hætti auk þess að misnota vítaspyrnu á upphafsmínútum leiksins.

Fótboltadagur fyrir stelpur á Selfossvelli

Laugardaginn 27. júlí milli kl. 11 og 12 verður risastór fótboltaæfing á Selfossvelli. Æfingin er fyrir allar stelpur á Selfossi og nágrenni sem æfa eða hafa áhuga að prófa fótbolta.Þjálfarar og leikmenn meistaraflokks kvenna á Selfossi stýra skemmtilegum æfingum og leikjum og spjalla við stelpurnar.

Stelpurnar sigruðu Svía í fjórðungsúrslitum

3. flokkur kvenna Selfoss komst í undanúrslit à USA Cup knattspyrnumótinu í Minneapolis í Bandaríkjunum.Stúlkurnar unnu glæstan 2-1 sigur à sterku sænsku liði í fjórðungsúrslitum.

USA CUP 2013

Það var fríður hópur stúlkna úr 3. flokki sem lagði af stað til Minnesota í Bandaríkjanna á sunnudag til að taka þátt í USA Cup.

Skráningar hafnar á Unglingalandsmótið

Búið er að opna fyrir skráningar á 16. Unglingalandsmót UMFÍ sem fram fer á Höfn í Hornafirði um verslunarmannahelgina. Mótið hefst föstudaginn 2.