Selfyssingar í eldlínunni með landsliðum Íslands!

Þau Barbára Sól Gísladóttir, Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir og Guðmundur Tyrfingsson eru öll búin að vera að leika fyrir Íslands hönd síðustu vikurnar.Áslaug Dóra lék með U17 ára landsliði kvenna á Ítalíu í lok mars mánaðar í milliriðli undankeppni EM 2019.

Apríl er stelpumánuður hjá knattspyrnudeildinni

Knattspyrnudeild Selfoss langar að fá nýjar stelpur inn í starfið okkar.Öllum stelpum sem langar til að koma og prufa að æfa fótbolta býðst að gera það frítt í apríl

Aðalfundur Ungmennfélags Selfoss 2019

Aðalfundur Ungmennfélags Selfoss árið 2019 verður haldinn í félagsheimilinu Tíbrá fimmtudaginn 4. apríl klukkan 20:00. Aðalfundur Umf.

Tilboðsdagar hjá Jako

Mánudagana 18. mars og 1. apríl verður Jako með tilboðsdag fyrir allar deildir Umf. Selfoss í Tíbrá að Engjavegi 50 milli klukkan 16 og 19.Það verður boðið upp á á nýrri keppnistreyju Selfoss, félagsgalla, æfingasettum og fleiri vörum sem hægt verður að kaupa fyrir gott verð. Vinsamlegast athugið að tilboðin gilda einungis þessa tvo daga.Allur fatnaður af fyrri tilboðsdegi verður afhentur þann 1.

Elvar Örn og Dagný María íþróttafólk HSK 2018

Selfyssingarnir Dagný María Pétursdóttir úr taekwondodeild Selfoss og Elvar Örn Jónsson úr handknattleiksdeild Selfoss eru íþróttakona og íþróttakarl Héraðssambandsins Skarphéðins fyrir árið 2018.

Fjórir leikmenn með pennann á lofti

Fjórir leikmenn skrifuðu undir samning við knattspyrnudeild Selfoss í síðustu viku, þeir Ingi Rafn Ingibergsson, Adam Örn Sveinbjörnsson, Arilíus Óskarsson og Valdimar Jóhannsson.   Ingi Rafn er leikjahæstur núverandi leikmanna Selfoss en hann hefur leikið 260 meistaraflokksleiki fyrir félagið, þann fyrsta árið 2002.

Tomasz Luba í Selfoss

Knattspyrnudeild Selfoss hefur gert eins árs samning við pólska varnarmanninn Tomasz Luba og mun hann leika með liði félagsins í 2. deildinni í sumar.Luba, sem er 32 ára gamall, lék síðast með Víkingi Ó í Pepsi-deildinni sumarið 2017 áður en hann lagði skóna á hilluna og sneri sér að þjálfun.

Boltaballið 2019!

Það er komið að fyrsta balli ársins í Hvítahúsinu... Boltaballinu 2019, en hér er á ferðinni veisla af dýrari gerðinni... en við erum að tala um m.a.

Framhaldsaðalfundur knattspyrnudeildar 2019

Framhaldsaðalfundur knattspyrnudeildar Umf. Selfoss verður haldinn í Tíbrá þriðjudaginn 5. mars klukkan 20:00.Á dagskrá eru afgreiðsla ársreikninga og önnur mál.Allir velkomnir Knattspyrnudeild Umf.

Guðmundur Tyrfingsson hjá Rangers í Skotlandi

Guðmundur Tyrfingsson leikmaður Selfoss er þessa dagana í Skotlandi að skoða aðstæður hjá Glasgow Rangers. Þess má geta að þjálfari Rangers er hinn goðsagnakenndi Steven Gerrard.