17.07.2018
Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild Selfoss um að leika með liði félagsins í Pepsi-deildinni út þessa leiktíð.Undirskriftin fór fram í sólinni á Selfossi í dag á veitingastaðnum Kaffi Krús.Dagný kemur til félagsins frá Portland Thorns í bandarísku atvinnumannadeildinni en hún lék síðast knattspyrnu í október síðastliðnum, með íslenska landsliðinu, áður en hún tók sér hlé þar sem hún var barnshafandi. Henni og Ómari Páli Sigurbjartssyni fæddist svo sonur í júní síðastliðnum.Dagný er öllum hnútum kunnug hjá Selfossliðinu en hún lék 35 leiki með félaginu í deild og bikar árin 2013 til 2014 og skoraði í þeim 21 mark.
12.07.2018
Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir leikmaður Selfoss og U16 ára liðs Íslands stóð í ströngu með liðinu á Opna Norðurlandamótinu í Noregi.
12.07.2018
Þorvaldur Örlygsson, landsliðsþjálfari U18 ára landsliðs karla, hefur valið hópinn sem mætir Lettlandi í vináttulandsleikjum 19.
04.07.2018
Á síðustu misserum hafa yngri iðkendur knattspyrnudeildar tekið þátt í fjölda verkefna undir merkjum Selfoss. Yfir 50 strákar úr 7.
02.07.2018
Sóknarmaðurinn Hrvoje Tokic skrifar undir tveggja ára samning við Selfoss og verður löglegur með liðinu þegar félagskiptaglugginn opnar 15.
29.06.2018
Knattspyrnudeild Umf. Selfoss og Íslandsbanki skrifuðu undir samning í síðustu viku þess efnis að Íslandsbanki verður áfram aðalstyrktaraðili knattspyrnudeildarinnar.Það voru þeir Jón Rúnar Bjarnason, útibússtjóri Íslandsbanka á Selfossi, og Jón Steindór Sveinsson, formaður knattspyrnudeildarinnar, sem skrifuðu undir samninginn í útibúi Íslandsbanka á Selfossi að viðstöddum glæsilegum fulltúum deildarinnar í 4.
28.06.2018
Glænýtt tveggjavikna námskeið hefst næstkomandi mánudag hjá knattspyrnudeildinni!Allar upplýsingar á myndinni hérna fyrir neðanKíktu í fótbolta
26.06.2018
Selfoss vann góðan 0-3 sigur á HK/Víkingi í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu í gær.HK/Víkingur byrjaði leikinn betur en þegar leið á hálfleikinn tók Selfoss yfirhöndina og réði leiknum allt til loka.
19.06.2018
Helgina 9.-10. júní fór Set-mótið í knattspyrnu fram í fjórða sinn á Selfossi. Mótið er haldið fyrir yngra árið í 6. flokki drengja og hefur notið síaukinna vinsælda frá því það var haldið í fyrsta sinn.Metþátttaka var í ár, en keppendur voru um 600 talsins frá 20 íþróttafélögum og voru samtals spilaðir 447 leikir á tveimur dögum.Keppendur létu rigningarveður ekki mikið á sig fá og var stemningin góð og fótboltinn spilaður af miklu kappi.Í lok móts var verðlaunaafhending eins og vera ber.
11.06.2018
Lindex mótið 2018, knattspyrnumót fyrir 6. flokk kvenna fór fram á JÁVERK-vellinum á Selfossi fimmtudaginn 7. júníUm 350 stelpur í yfir 50 liðum frá 12 félögum tóku þátt þetta árið og tókst vel til.Leikið var í 8 deildum og verðlaunað var fyrir 1.