Þór Llorens Þórðarson í Selfoss

Þór Llorens Þórðarson skrifaði í dag undir lánssamning við knattspyrnudeild Selfoss en Knattspyrnufélag ÍA lánar hann á Selfoss út komandi leiktíð.Þór, sem er 19 ára gamall, er uppalinn hjá ÍA og spilaði með 2.

Elvar Örn og Perla Ruth íþróttafólk Umf. Selfoss

Handknattleiksfólkið Elvar Örn Jónsson og Perla Ruth Albertsdóttir voru valin íþróttakarl og íþróttakona ársins 2018 hjá Ungmennafélagi Selfoss og er þetta annað árið í röð sem þau hljóta þennan heiður. Verðlaunahátíð Ungmennafélags Selfoss var haldin í kvöld í félagsheimilinu Tíbrá en þetta er jafnframt annað árið sem félagið heldur sérstaka verðlaunahátíð fyrir íþróttafólk ársins.Perla Ruth er lykilleikmaður í liði Selfoss sem leikur í Olís-deildinni.

Þremur milljónum úthlutað til afreksíþróttafólks

Tilkynnt var um úthlutun úr Afreks- og styrktarsjóði Umf. Selfoss og Sveitarfélagsins Árborgar á uppskeruhátíð íþrótta- og menningarnefndar Árborgar sem fram fór í hátíðarsal Fjölbrautaskóla Suðurlands 27.

Arnar Logi og Ingvi Rafn semja við Selfoss

Miðjumennirnir Arnar Logi Sveinsson og Ingvi Rafn Óskarsson skrifuðu á dögunum undir samninga við knattspyrnudeild Selfoss.Arnar Logi, sem er 21 árs, hefur verið lykilmaður í liði Selfoss undanfarin ár en hann framlengdi samning sinn til tveggja ára.

Karitas semur til tveggja ára

Kvennalið knattspyrnudeildar Selfoss kveður árið 2018 með hvelli en í dag skrifaði miðjumaðurinn Karitas Tómasdóttir undir tveggja ára samning við félagið. Undanfarin þrjú tímabil hefur Karitas spilað með Selfossi yfir hásumarið á meðan hún hefur stundað nám við TCU háskólann í Texas í Bandaríkjunum.

Brynja framlengir við Selfoss

Það var blásið til flugeldasýningar á Selfossvelli í dag þegar Brynja Valgeirsdóttir skrifaði undir nýjan tveggja ára samning við knattspyrnudeild Selfoss.Brynja, sem er 25 ára gömul, hefur verið lykilmaður í liði Selfoss á undanförnum árum og var varafyrirliði liðsins á nýliðnu tímabili þar sem hún átti gott sumar í hjarta varnarinnar.

Gleðileg jól!

Knattspyrnudeild Umf. Selfoss óskar öllum stuðningsmönnum, iðkendum, foreldrum og velunnurum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.Knattspyrnudeildin óx á árinu og er stærsta deild innan Umf.

Grace Rapp áfram á Selfossi

Knattspyrnudeild Selfoss hefur gert nýjan samning við enska miðjumanninn Grace Rapp og mun hún spila með liði Selfoss á komandi sumri.Rapp, sem er 23 ára gömul, gekk í raðir Selfoss í júlíglugganum á síðasta tímabili og náði á skömmum tíma að stimpla sig inn sem einn af öflugustu miðjumönnum Pepsideildarinnar.Það er því mikið fagnaðarefni fyrir Selfyssinga að Grace verði áfram í okkar röðum.Áður lék hún við góðan orðstír með Miami Hurricanes sem er skólalið Miami University.

Jólahappadræti knattspyrnudeildar 2018

Dregið var í árlegu jólahappadrætti knattspyrnudeildar fimmtudaginn 20. desember við hátíðlega athöfn í félagsheimilinu Tíbrá við Engjaveg.Í ár voru gefnir út 2.000 miðar og seldust þeir allir á mettíma.Happadrættið er stór hluti af fjáröflun ungra iðkenda fyrir knattspyrnumót komandi sumars.Vinningsnúmerin í ár:.

Selfyssingar Íslandsmeistarar í futsal

Kvennalið Selfoss varð í dag Íslandsmeistari í innanhússknattspyrnu, futsal, eftir úrslitaleik gegn Álftanesi á Selfossi í dag.Í fyrri umferð mótsins fyrir hálfum mánuði vann Selfoss öruggan sigur á Hvíta riddaranum, 11-1 og gerði 1-1 jafntefli við Álftanesi.Í dag mættust liðin svo í íþróttahúsi Vallaskóla á Selfossi.