Herrakvöld Selfoss

Knattspyrnudeild Selfoss heldur sitt árlega herrakvöld í Hvítahúsinu föstudaginn 8. nóvember. Veislustjóri verður hinn skemmtilegi Kristinn Kærnested betur þekktur sem Kiddi Ken, ræðumaður kvöldsins verður enginn annar en Gummi Ben.Að auki verða þarna hefðbundin föst leikatriði, eins og happdrætti, skemmtiatriði, uppboð, steikarhlaðborð o.fl.

Saga knattspyrnunnar á Selfossvelli

Laugardaginn 11. október voru settar upp átta stórar ljósmyndir á stúkuna Selfossvelli. Þessar myndir sýna nokkra merka áfanga í sögu fótboltans á Selfossi, bikarmeistarar kvenna 2019, Íslandsmeistarar í þriðju deild 1966, Íslandsmeistarar í þriðja flokki kvenna 2010, 1.

Leikmenn mánaðarins

Leikmenn októbermánaðar eru Ásta Kristín Ólafsdóttir og Jón Tryggvi Sverrisson. Jón Tryggvi er í 5. flokk og stundar hann æfingar af krafti, fyrstur mættur og oftast síðastur heim. Ásta Kristín æfir og spilar með 6.

Kenan Turudija bestur !

Lið ársins í 2. deild karla var opinberað við hátíðlega athöfn á Hótel Borg. Fotbolti.net stóð fyrir athöfninni. Þrír Selfyssingar voru kosnir í lið ársins en það voru þeir Þór Llorens Þórðarsson, Hrvoje Tokić og Kenan Turudija sem var einnig valinn besti leikmaður deildarinnar, þá var Tokic í öðru sæti í þeirri kosningu!Miðjumaðurinn Kenan Turudija átti frábært sumar með Selfyssingum.

Barbára Sól í liði ársins í PepsiMax deild kvenna

Bárbara Sól Gísladóttir, leikmaður Selfoss, var valin í lið ársins í Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu.Leikmenn deildarinnar völdu bestu og efnilegustu leikmennina og lið ársins en úrslitin voru tilkynnt á lokahófi Pepsi Max deildannaBárbara Sól stóð sig vel í sumar, bæði í bakverði og á hægri kantinum en hún var valin í varnarlínuna í liði ársins.Elín Metta Jensen úr Val var valin besti leikmaður deildarinnar og Hlín Eiríksdóttir úr Val efnilegust.

Lokahóf yngriflokka 2019

Laugardaginn 21. september fór árlegt lokahóf yngriflokka knattspyrnudeildar Selfoss fram á JÁVERK-vellinumYngstu flokkar félagsins voru fengu viðurkenningu fyrir sumarstarfið ásamt því að einstaklingsverðlaun voru veitt í 5.

Kenan og Kelsey best!

Knattspyrnusumrinu var slúttað með formlegum hætti í Hvíta Húsinu á Selfossi síðastliðin laugardag. Þar komu saman leikmenn, stuðningsmenn, stjórnarmenn, þjálfarar, sjálfboðaliðar og fleiri til þess að fagna góðum árangri í sumar.Fjöldi verðlauna voru veitt en Kenan Turudija og Kelsey Wys voru valin bestu leikmenn sumarsins í meistaraflokkunum. Hjá kvennaliðinu var Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir valin efnilegust, Þóra Jónsdóttir fékk framfarabikarinn og Hólmfríður Magnúsdóttir var markahæst með 8 mörk. Hjá körlunum var Þormar Elvarsson valinn efnilegastur, Þór Llorens Þórðarson fékk framfarabikarinn og Hrvoje Tokic var markahæstur með 22 mörk Þá voru veitt verðlaun fyrir fjölda leikja í meistaraflokki og Guðjónsbikarinn fengu þau Þóra Jónsdóttir og Adam Örn Sveinbjörnsson.

Lokahóf yngriflokka knattspyrnudeildar 2019

Lokahóf yngriflokka verður haldið á JÁVERK-vellinum kl. 10:30 21.septemberVerðlaunaafhendingar einstakra flokka ásamt því að allir iðkendur í 6.

Alfreð framlengir við Selfoss

Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari kvennaliðs Selfoss, skrifaði í vikunni undir nýjan tveggja ára samning við knattspyrnudeild Selfoss.Alfreð tók við kvennaliði Selfoss eftir að það féll úr úrvalsdeildinni árið 2016 og undir hans stjórn hefur leiðin stöðugt legið upp á við.

Hausttilboð JAKO

Miðvikudaginn 18. september verður með hausttilboð fyrir félagsmenn Umf. Selfoss í Tíbrá að Engjavegi 50 milli klukkan 16 og 19.Það verður boðið upp á á keppnistreyju Umf.