27.11.2018
Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir og Anna María Bergþórsdóttir skrifuðu í síðustu viku undir þriggja ára samninga við knattspyrnudeild Selfoss.
Áslaug Dóra og Anna María eru báðar 15 ára gamlar og stigu sín fyrstu skref í meistaraflokki í Pepsi-deildinni í sumar, þar sem Anna María lék fjóra leiki og Áslaug Dóra þrjá.
25.11.2018
Mánudagana 26. nóvember og 3. desember verður Jako með tilboðsdag fyrir allar deildir Umf. Selfoss í Tíbrá að Engjavegi 50 milli klukkan 16 og 19.Það verður boðið upp á á nýrri keppnistreyju Selfoss, félagsgalla, æfingasettum og fleiri vörum.
23.11.2018
Þorsteinn Daníel Þorsteinsson skrifaði í vikunni undir nýjan tveggja ára samning við knattspyrnudeild Selfoss. Þorsteinn, sem er 24 ára, hefur verið lykilmaður í liði Selfoss undanfarin ár en hann hefur leikið 160 meistaraflokksleiki fyrir félagið. „Ég er Selfyssingur í húð og hár og mér fannst ég ekki geta farið neitt í burtu þegar Selfoss er í þessari stöðu.
14.11.2018
Nú á dögunum skrifuðu þeir Þormar Elvarsson, Jökull Hermannsson, Guðmundur Axel Hilmarsson og Guðmundur Tyrfingsson undir samninga við knattspyrnudeild Selfoss.Allir eru þessi leikmenn að hefja undirbúningstímabil undir stjórn Dean Martin þjálfara meistaraflokks karla.Þormar Elvarsson er fæddur árið 2000 og á 13 leiki fyrir Selfoss en hann kom ungur til liðsins frá KFR.
14.11.2018
Erna Guðjónsdóttir hefur gert nýjan tveggja ára samning við knattspyrnudeild Selfoss og mun því leika með liðinu í Pepsideildinni á næstu leiktíð.Erna, sem er 22 ára miðjumaður, hefur leikið 133 meistaraflokksleiki fyrir Selfoss.
08.11.2018
Magdalena Anna Reimus leikmaður Selfoss hefur verið kölluð inn í æfingahóp A landsliðs kvenna.
Magda átti frábært sumar með Pepsí-deildarliði Selfoss og hefur Jón Þór Hauksson nýráðinn þjálfari landsliðsins kallað hana inn í sinn fyrsta æfingahóp
Óskum Magdalenu til hamingju með kallið
Áfram Selfoss
31.10.2018
Árlegt herrakvöld knattspyrnudeildar Selfoss verður haldið föstudaginn 9. Nóvember næstkomandiÁ dagskránni er frábær veisla einsog síðustu ár!Gunni Helga stýrir veislunni og fáum við frábært uppistands atriði frá nýjustu uppistandsstjörnu Íslands, Jakobi Birgis.
18.10.2018
Knattspyrnudeild Selfoss fékk á dögunum veglegan styrk úr styrktarsjóði Krónunar til að fjárfesta í og setja upp pannavöll - lítinn knattspyrnuvöll á íþróttasvæðinu við Engjaveg næsta vor, þar sem hægt verður að spila og leika sér á litlum battavelli
Vellir sem þessir hafa slegið í gegn upp á síðkastið og er mikil tilhlökkun að setja upp völl einsog þennan á svæðinu
17.10.2018
Knattspyrnudeild Selfoss fékk rúmlega 6,3 milljónir króna úr HM framlagi Knattspyrnusambands Íslands til aðildarfélaga sinna en KSÍ greiddi 200 milljónir króna til aðildarfélaga sinna vegna HM í Rússlandi.Í samræmi við samþykkt ársþings KSÍ byggir ákvörðun um framlag til aðildarfélaga fyrst og fremst á stöðu meistaraflokks karla og kvenna í deildum sl.