28.06.2018
Glænýtt tveggjavikna námskeið hefst næstkomandi mánudag hjá knattspyrnudeildinni!Allar upplýsingar á myndinni hérna fyrir neðanKíktu í fótbolta
26.06.2018
Selfoss vann góðan 0-3 sigur á HK/Víkingi í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu í gær.HK/Víkingur byrjaði leikinn betur en þegar leið á hálfleikinn tók Selfoss yfirhöndina og réði leiknum allt til loka.
19.06.2018
Helgina 9.-10. júní fór Set-mótið í knattspyrnu fram í fjórða sinn á Selfossi. Mótið er haldið fyrir yngra árið í 6. flokki drengja og hefur notið síaukinna vinsælda frá því það var haldið í fyrsta sinn.Metþátttaka var í ár, en keppendur voru um 600 talsins frá 20 íþróttafélögum og voru samtals spilaðir 447 leikir á tveimur dögum.Keppendur létu rigningarveður ekki mikið á sig fá og var stemningin góð og fótboltinn spilaður af miklu kappi.Í lok móts var verðlaunaafhending eins og vera ber.
11.06.2018
Lindex mótið 2018, knattspyrnumót fyrir 6. flokk kvenna fór fram á JÁVERK-vellinum á Selfossi fimmtudaginn 7. júníUm 350 stelpur í yfir 50 liðum frá 12 félögum tóku þátt þetta árið og tókst vel til.Leikið var í 8 deildum og verðlaunað var fyrir 1.
09.06.2018
Stjórn knattspyrnudeildar Selfoss hefur rift samningi sínum við Toni Espinosa, leikmann meistaraflokks karla, vegna atviks sem kom upp í leik gegn Haukum í Inkasso-deildinni í gærkvöldi.Espinosa sýndi af sér hegðun sem er ekki í samræmi við gildi okkar Selfyssinga; Gleði, virðing og fagmennska.Deildin hefur því sagt upp samningi leikmannsins frá og með deginum í dag.Virðingarfyllst,
stjórn knattspyrnudeildar Selfoss
29.05.2018
Fyrsti sigur Selfyssinga í Inkasso-deildinni kom á heimavelli gegn Magna í dag. Staðan var markalaus eftir nokkuð tíðindalítinn fyrri hálfleik en Gilles Ondo kom heimamönnum yfir eftir að gestunum tókst ekki að hreinsa fyrirgjöf í burtu.
25.05.2018
Jón Daði Böðvarsson mun taka á móti aðdáendum sínum í verslun Nettó við Austurveg 42 á Selfossi á laugardaginn, frá klukkan 17:00.Þar ætlar hann að koma sér vel fyrir og gefa aðdáendum eiginhandaráritanir.Fyrir þá fyrstu þrjátíu sem mæta og heilsa upp á Jón Daða, verða sjaldgæfar gullmyndir af kappanum í boði.
24.05.2018
Stelpurnar unnu sinn fyrsta sigur í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld þegar liðið tók á móti FH á Selfossi. Lokatölur urðu 4:1 en Selfyssingar höfðu góð tök á leiknum og sigurinn var verðskuldaður.Selfossliðið leit mjög vel út í fyrri hálfleik þar sem þær unnu flest návígi og sköpuðu sér betri færi.
23.05.2018
Í dag var undirritaður áframhaldandi samstarfssamningur á milli Dominos á Íslandi og knattspyrnudeildar Selfoss sem gildir næstu tvö árin.Mikil ánægja er meðal beggja aðila með áframhaldandi samstarf.
Dominos opnaði nýlega glænýtt og endurhannað útibú á Selfossi sem er eitt af vinsælustu matsölustöðum bæjarins.Knattspyrnudeildin heldur 4 stór barnamót á komandi sumri og munu Dominos pizzur meðal annars vera í boði fyrir svanga gesti á vallarsvæðinu.
22.05.2018
Knattspyrnudeild Selfoss hefur samið við miðjumanninn Kristrúnu Rut Antonsdóttur um að spila með félaginu í sumar. Kristrún, sem var valin leikmaður ársins á Selfossi á síðasta keppnistímabili, hélt utan til Ítalíu síðasta haust og samdi við Chieti sem leikur í Serie-B.