30.04.2018
Knattspyrnudeild Selfoss hefur samið við bandaríska varnarmanninn Allyson Haran og mun hún spila með félaginu í Pepsi-deild kvenna í sumar.
Haran, sem er 22 ára gömul, kemur til Selfoss úr bandaríska háskólaboltanum en hún var fyrirliði í sterku liði Wake Forest háskólans.
30.04.2018
Nú á dögunum var undirritaður nýr styrktarsamningur milli Apótekarans og Knattspyrnudeildar Selfoss. Mikil ánægja er hjá báðum aðilum með nýjan samning. Apótekarinn er og verður einn af aðalstyrktaraðilum knattspyrnudeildar og mun vera mjög sjáanlegur partur af knattspyrnusumrinu á Selfossi.Apótekarinn er hluti af Lyfjum og heilsu sem er framsækið verslunar- og þjónustufyrirtæki með starfsemi víðsvegar um landið.
27.04.2018
Knattspyrnudeild Selfoss hefur samið við bandaríska framherjann Alexis Kiehl og mun hún spila með félaginu í Pepsi-deild kvenna í sumar.
Kiehl, sem er 22 ára gömul, kemur til Selfoss úr bandaríska háskólaboltanum en hún var markahæsti leikmaður Dayton háskólans í Ohio á síðasta ári og valin leikmaður ársins hjá skólanum.
„Mér líst mjög vel á Alexis.
22.04.2018
Selfyssingar slógu Gróttu úr leik eftir vítaspyrnukeppni. Selfyssingar komust yfir á 13. mínútu leiksins með marki frá Stefáni Ragnari.
22.04.2018
Kvennalið Selfoss vann góðan sigur á Grindavík í lokaumferð B-deildar Lengjubikarsins í knattspyrnu í dag, 2-0 á Selfossvelli.Alexis Kiehl kom Selfyssingum yfir á 16.
13.04.2018
Meistaraflokkur kvenna í knattspyrnu gerði 2-2 jafntefli við Hauka á útivelli í B-deild Lengjubikarsins í knattspyrnu á Gaman ferða vellinum í Hafnarfirði.Magdalena Reimus og Halla Helgadóttir komu selfyssingum í 2-0 með mörkum á 22.
13.04.2018
Í gær var undirritaður nýr samstarfssamningur milli knattspyrnudeildar Umf. Selfoss og SS sem gildir út árið 2019Knattspyrnudeildin heldur á hverju ári stór sumarmót fyrir stráka og stelpur á Selfossi þar sem boðið er uppá grillaðar pylsur fyrir keppendur og mótsgesti þar sem vörur frá SS eru í aðalhlutverki.
Stærstu starfstöðvar SS eru á suðurlandi og er mikil ánægja með áframhaldandi samstarf við fyrirtæki í heimabyggð.Pylsa er óopinber þjóðarréttur íslendinga og hvetjum við alla að skella sér í næstu bílalúgu og ná sér í eina með öllu.
Mynd: Jón Steindór Sveinsson formaður knattspyrnudeildar Umf.
09.04.2018
Laugardaginn 7. apríl síðastliðinn hélt knattspyrnudeildin upp á Guðjónsdaginn og fór Guðjónsmótið, firmamót í knattspyrnu fram í íþróttahúsinu Iðu.Hátt í 20 lið voru skráð til leiks og var mótið frábært í alla staðiHávarðr Ísfirðingur sendi syni sína til leiks og stóðu þeir uppi sem sigurvegarar eftir æsispennandi úrslitaleik við Team 84.Hið margverðlaunaða lið Myrru endaði mótið í 3.
05.04.2018
Anna María Friðgeirsdóttir, fyrirliði kvennaliðs Selfoss, hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild Selfoss til tveggja ára. Anna María, sem er 26 ára gömul, er leikjahæsta knattspyrnukona félagsins frá upphafi en hún hefur leikið 215 meistaraflokksleiki fyrir Selfoss frá árinu 2009, þar af 80 í Pepsi-deildinni. Anna María tók við fyrirliðabandinu á Selfossi á síðasta keppnistímabili þegar Selfoss lék í 1.
03.04.2018
Knattspyrnudeild Selfoss hefur gert eins árs samning við markvörðinn Emmu Higgins, sem kemur til félagsins frá Grindavík. Emma er reyndur markvörður en hún er einnig markvörður Norður-Írska landsliðsins.