02.02.2015
Það eru hvorki fleiri né færri en fimm leikmenn Selfoss sem voru valdir á landsliðsæfingar U19 kvenna sem fram fara 7.–8. febrúar næstkomandi.
30.01.2015
Á hverju ári eru gríðarlega margir leikir spilaðir á JÁVERK-vellinum á Selfossi. Öllum leikjum fylgir undirbúningur og einn mikilvægasti þátturinn í þeim undirbúningi er að útvega dómara og að hæfur dómari dæmi leiki á okkar heimavelli.Árið 2015 vill knattspyrnudeildin leggja aukna áherslu á góða dómgæslu og leitar að áhugasömu fólki til að dæma fyrir félagið ykkar.
29.01.2015
Alls voru sex leikmenn Selfoss valdir til æfinga með landsliðum Íslands nú í lok mánaðarins.Guðmunda Brynja Óladóttir var með A-landsliði kvenna sem koma saman til æfinga í Kórnum 24.
28.01.2015
Námskeið fyrir knattspyrnudómara verður haldið í höfuðstöðvum KSÍ, þriðjudaginn 3. febrúar kl. 18:00. Kristinn Jakobsson, reyndasti FIFA dómari Íslands, mun kenna á námskeiðinu.Aðaláherslan verður lögð á undirbúning fyrir leik og leikstjórn.
26.01.2015
Selfoss hefur gert þriggja ára samning við miðjumanninn Arnar Logi Sveinsson sem kemur til Selfyssinga eftir að hafa leikið með Ægi í yngri flokkunum.Arnar er fæddur árið 1997 en þrátt fyrir ungan aldur á hann níu leiki að baki í deild og bikar með Ægi en hann var einungis 14 ára þegar hann spilaði með liðinu í bikarnum árið 2011.Síðastliðið sumar spilaði Arnar Logi tvo leiki með Ægismönnum í 2.
26.01.2015
Dagný Brynjarsdóttir sem lék með Selfyssingum í Pepsi deildinni sl. sumar hefur gengið til liðs við þýska stórliðið FC Bayern München.
24.01.2015
Það er veisla í boði fyrir tippara um helgina. Á Enska getraunaseðlinum er risapottur áætlaður upp á 210 milljónir króna fyrir 13 rétta og gerist fyrsti vinningur vart stærri.
22.01.2015
Nýr hópleikur Selfoss getrauna og 2. flokks hefst laugardaginn 24. janúar og er aðalvinningur utanlandsferð fyrir tvo á knattspyrnuleik í Englandi.Hægt er að skrá sig til leiks í félagsheimilinu Tíbrá, Engjavegi 50, þar sem við erum með opið hús milli kl.
21.01.2015
Nú styttist í Guðjónsdaginn sem haldinn verður hátíðlegur laugardaginn 7. febrúar.Allar nánari upplýsingar um dagskrá er hægt að fá í tölvupósti hjá eða í síma 899-0887.Takið daginn frá fyrir frábæra skemmtun og minningu um góðan mann.
20.01.2015
Ákveðið hefur verið að færa Selfossþorrablótið 2015 í Hvítahúsið til að skapa enn meiri og þéttari stemningu um blótsgesti.