19.03.2015
Erna Guðjónsdóttir, Heiðdís Sigurjónsdóttir og Hrafnhildur Hauksdóttir voru valdar á landsliðsæfingar U19 kvenna sem fram fara 21.-22.
19.03.2015
Hérðaðsþing HSK fór fram á Flúðum sunnudaginn 15. mars. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa voru veittar viðurkenningar á þinginu og bar þar hæst að knattspyrnukonan Dagný Brynjarsdóttir sem lék með Selfoss í Pepsi deildinni sl.
13.03.2015
Selfyssingar unnu góðan sigur á úrvalsdeildarliði Fjölnis þegar liðin mættust í í knattspyrnu í Egilshöllinni sunnudaginn 8. mars.
Fjölnir komst í 2-0 með mörkum í fyrri hálfleik.
12.03.2015
Meistaraflokkur kvenna í knattspyrnu lauk leik á með stórsigri á FH 8-2 á JÁVERK-vellinum í gær. Karitas Tómasdóttir, Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir og Katrín Rúnarsdóttir skoruðu tvö mörk hver og Anna María Friðgeirsdóttir og Eva Lind Elíasdóttir bættu hvor við sínu markinu.
09.03.2015
Að undanförnu hefur skapast nokkur umræða um höfuðhögg íþróttafólks. Að því tilefni er rétt að rifja upp að í apríl 2014 gaf heilbrigðisnefnd KSÍ út.
09.03.2015
Unglingadómaranámskeið í knattspyrnu verður haldið hjá Selfossi í Tíbrá, félagsheimili Umf. Selfoss, mánudaginn 16. mars kl. 18:00.Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Selfoss og hefst kl.
06.03.2015
Sunnudaginn 22. febrúar léku strákarnir annan leik sinn í Lengjubikarnum þegar þeir töpuðu 3-1 fyrir Pepsideildar-liði Víkings. Það var Andy Pew sem minnkaði muninn fyrir Selfyssinga þegar skammt lifði leiks auk þess sem Einar Ottó Antonsson fékk reisupassann á lokamínútu leiksins fyrir afar slysalega tæklingu.Næsti leikur strákanna er gegn Fjölni í Egilshöll sunnudaginn 8.
05.03.2015
Ungmennafélag Selfoss hefur gengið frá samningi við Namo ehf. heildsölu og verslun sem býður upp á Jako íþróttavörumerkið. Samningurinn, sem nær til aðalstjórnar Umf.
05.03.2015
Ungmennafélag Selfoss leitar eftir dugmiklum og drífandi bókara í 50% starfshlutfall. Um er að ræða starf sem er í sífelldri mótun og mun starfsmaðurinn koma að mótun starfsins.Við leitum að þjónustulunduðum og jákvæðum einstaklingi sem hefur áhuga á íþrótta- og félagsstarfi sem og gleði af því að vinna með fólki.Menntun, reynsla og eiginleikar:
Háskólamenntun sem nýtist í starfi er kostur
Reynsla af bókhaldsstörfum
Góð þekking og reynsla af notkun DK bókhaldshugbúnaðar og töflureiknis (Excel)
Nákvæmni í vinnubrögðum og lipurð í samskiptum
Gleði, virðing og fagmennska
Meðal verkefna:
Færsla á öllu bókhaldi félagsins
Launaútreikningur allra deilda
Umsjón með skráningar- og greiðslukerfinu Nóra
Aðstoð við bókhaldsmál og fjáramálastjórn deilda
Bókari Umf.
04.03.2015
Guðmunda Brynja Óladóttir flaug á mánudag með A-landsliði Íslands til Portúgal þar sem það tekur þátt á Algarve mótinu. Liðið leikur í dag sinn fyrsta leik á mótinu gegn Sviss.