Styrktaraðilar okkar

Sex Selfyssingar í unglingalandsliðunum

Landsliðshópar unglinga í hópfimleikum fyrir Evrópumótið 2016 hafa verið valdir. Sex Selfossstelpur eru í hópunum sem munu æfa á fullu í allt sumar.

Selfyssingar unnu þrjá Íslandsmeistaratitla og tvo deildarmeistaratitla

Subway Íslandsmótið í hópfimleikum var haldið á Selfossi um liðna helgi. Mótið er það fjölmennasta sem haldið hefur verið í hópfimleikum á Íslandi en alls tóku um 1100 keppendur þátt í 90 liðum frá 16 félögum víðs vegar af landinu.

Elmar ráðinn framkvæmdastjóri

Fimleikadeild Ungmennafélags Selfoss hefur ráðið Elmar Eysteinsson í stöðu framkvæmdastjóra deildarinnar frá 1. ágúst 2016 en þá kveður Olga Bjarnadóttir eftir 25 ára starf hjá deildinni.Elmar er menntaður íþróttafræðingur og rekur sjálfstæða einkaþjálfararáðgjöf.

Sumarblað Árborgar 2016

fyrir árið 2016 er komið á vef Sveitarfélagsins Árborgar. Í blaðinu er hægt að finna upplýsingar um flest námskeið og æfingar sem í boði eru fyrir börn og ungmenni í Sveitarfélaginu Árborg sumarið 2016.Blaðinu var einnig dreift inn á öll heimili sveitarfélagsins.

Subway-mótið á Selfossi 2016

Stærsta hópfimleikamót sem haldið hefur verið á Íslandi fer fram á Selfossi um helgina en um er að ræða Subway-Íslandsmótið í hópfimleikum.

Átta Selfyssingar í íslenska hópnum

Átta Selfyssingar eru í landsliðshópum Íslands í fullorðinsflokkum fyrir Evrópumótið í hópfimleikum sem fram fer í Slóveníu 10.-16.

Viðurkenningar veittar á minningarmóti

Minningarmótið um Magnús Arnar Garðarsson var haldið í íþróttahúsi Iðu fimmtudaginn 5. maí. Iðkendur á aldrinum 8-24 ára tóku þátt í þessum hluta mótsins en minningarmót fyrir yngri iðkendur verður haldið síðar í mánuðinum.Krakkarnir sýndu flotta fimleika á mótinu og var gaman að sjá framfarirnar eftir veturinn.

Selfyssingarnir Katharína og Martin Bjarni á Norðurlandamóti

Selfyssingarnir Katharína Sybilla Jóhannsdóttir og Martin Bjarni Guðmundsson keppa á morgun, laugardag 7. maí, fyrir hönd Íslands á Norðurlandamótinu í áhaldafimleikum í flokki unglinga.

Minningarmótið um Magnús Arnar Garðarsson á fimmtudag

Hið árlega minningarmót um Magnús Arnar Garðarsson, sem var einn af fyrstu þjálfurum fimleikadeildar Selfoss, verður haldið í íþróttahúsinu Iðu fimmtudaginn 5.

Selfyssingar handhafar allra titla í hópfimleikum annað árið í röð

Blandað lið Selfoss gerði sér lítið fyrir og sigraði á Íslandsmótinu í hópfimleikum sem fram fór í Hafnarfirði um liðna helgi.