Styrktaraðilar okkar

EM förum fagnað í Baulu

EM ævintýrið er á enda og krakkarnir á leiðinni heim frá Slóveníu. Þau stóðu sig öll frábærlega og af því tilefni verður tekið vel á móti þeim mánudaginn 17.

Íslenska kvennalandsliðið í hópfimleikum hafnaði í 2. sæti

Íslenska kvennalandsliðið í hópfimleikum hafnaði í 2. sæti á Evrópumótinu í hópfimleikum í dag.Sáralitlu munaði á því sænska og því íslenska eða einungis 0.294 stigum.

Brons í flokki blandaðra liða

Íslenska liðið í blönduðum flokki átti ærið verkefni fyrir höndum í dag eftir að hafa lent í 5. sæti í undankeppninni. Markmiðið var sett á verðlaun og til að það gengi upp þurfti liðið að bæta sig á öllum áhöldum.Dagurinn byrjaði því ekki vel því Kolbrún Júlía Guðfinnsdóttir Newman veiktist í nótt og urðu þjálfarar því að kippa inn varamanni.

Stúlknaliðið algerlega brilleraði

Íslenska stúlknalandsliðið mætti heldur betur vel stemmt til leiks í dag.Stelpurnar byrjuðu á gólfi og gerðu sér lítið fyrir og bættu einkunnina frá því í undanúrslitum um 1.733.

Ungmennalið Íslands keppa til úrslita

Íslenska unglingalandsliðið í flokki blandaðra liða og íslenska stúlknalandsliðið komust bæði áfram úr forkeppni á Evrópumótinu í hópfimleikum í gær.

Evrópumótið í hópfimleikum á RÚV

Eins og greint hefur verið frá eru átta ungmenni frá fimleikadeild Selfoss stödd í Maribor í Slóveníu um þessar mundir að keppa með landsliðum Íslands á Evrópumeistaramótinu í hópfimleikum.Hægt er að fylgjast með okkar fólki í beinni útsendingu á vefmiðlunum og visir.is sem sýna frá undankeppni á miðvikdag og fimmtudag og í sem sýnir frá mótinu á föstudag og laugardag.Við viljum minna á fjáröflunarverkefni fimleikasambandsins, bæði símastyrktarlínu fyrir einstaklinga og Vertu mEMm en þar skora fyrirtæki hvert á annað að styðja við bakið á landsliðunum.

Óskað eftir nýju dansgólfi

Fimleikadeild Umf. Selfoss hefur sent bæjarráði Árborgar bréf þar sem deildin óskar eftir fjárveitingu til að kaupa nýtt dansgólfi fyrir deildina.

Fimleikafólk á leið á EM

Átta ungmenni frá fimleikadeild Selfoss keppa með landsliðum Íslands á sem haldið verður í Maribor í Slóveníu í næstu viku.Þetta er gríðarlega góður árangur fyrir fimleikadeild Umf Selfoss og sýnir hversu öflug deildin er.Úrtökuæfingar fyrir landsliðin byrjuðu í febrúar en frá því í vor hafa ungmennin lagt nótt við dag og æft 5-6 sinnum í viku eða um 20 tíma á viku til að vera sem best undirbúin fyrir mótið.Ungmennin standa sjálf straum af miklum kostnaði vegna verkefnisins eða um 400 þúsund krónur á hvert þeirra.

Vertu mEMm

Nú styttist í Evrópumótið í hópfimleikum sem fram fer í Maribor í Slóveníu 12.-15. október. Á sunnudaginn var haldið keyrslumót fyrir landsliðin okkar þar sem áhorfendum gafst kostur á að sjá þau keyra sínar æfingar á lokametrum undirbúnings.Ísland sendir að þessu sinni fjögur lið til keppni: kvennalandslið, blandað lið, stúlknalandslið og blandað lið unglinga.

Fullorðinsfimleikar

Fullorðinsfimleikar á vegum fimleikadeildar Ungmennafélags Selfoss byrja í kvöld, fimmtudaginn 15. september kl. 20:30 - 22:00 í Baulu, íþróttahúsinu við Sunnulækjarskóla. Tíu skipta námskeið hjá reyndum þjálfara.