12.12.2016			
	
	 Glæsileg jólasýning að baki og fimleikadeildin vill þakka öllum sem komu að því að gera hana að veruleika mjög vel fyrir. Það er einstakt að eiga svona frábæra þjálfarar, sjálfboðaliða og ekki síst iðkendur sem leggja allt sitt að mörkum til þess að gera sýninguna eins glæsilega og mögulegt er.Fimleikamaður og kona ársins hjá Fimleikadeild Selfoss voru krýnd á sýningunni.
 
	
		
		
		
			
					05.12.2016			
	
	 Árleg jólasýning fimleikadeildar Umf. Selfoss verður haldin laugardaginn 10. desember. Þetta er í ellefta sinn sem sýningin er þemabundin og undanfarna daga hafa iðkendur og þjálfarar lagt nótt við dag til að bjóða gestum í undraheim tröllanna.
 
	
		
		
		
			
					01.12.2016			
	
	 Fimleikadeild Umf. Selfoss og Íslandsbanki á Selfossi hafa endurnýjað samning sinn um að bankinn sé aðalstyrktaraðili fimleikadeildarinnar.
 
	
		
		
		
			
					24.11.2016			
	
	 Fjögurra skipta námskeið fram að jólum í fullorðinsfimleikum, 20% afsláttur ef maður skráir sig inn á. Æfingar eru á fimmtudagskvöldum kl.
 
	
		
		
		
			
					21.11.2016			
	
	 Selfoss sendi þrjú lið til keppni á seinni hluta haustmóts Fimleikasambandsins sem var haldið á Akranesi um síðustu helgi.Í 2. flokki blandaðra liða vann lið Selfoss öruggan sigur. Lið Selfoss 1 í 2.
 
	
		
		
		
			
					15.11.2016			
	
	 Um helgina keppti Selfoss Mix 3 á Haustmóti Fimleikasambandsins og stóðu sig frábærlega. Þau eru ný byrjuð að æfa saman og frábært að sjá hversu vel gekk, fengu 28.365 stig og gullverðlaun.
 
	
		
		
		
			
					15.11.2016			
	
	 Stelpurnar í Selfoss 9 kepptu á Haustmóti Fimleikasambandins sem fram fór í Garðabæ um síðustu helgi. Þar voru þær margar að keppa á sínu fyrsta fimleikamóti og stóðu sig mjög vel.
 
	
		
		
		
			
					15.11.2016			
	
	 Stelpurnar í Selfoss 8 kepptu síðasta laugardag á Haustmóti Fimleikasambandsins. Þessar ungu og efnilegu stelpur stóðu sig mjög vel og áttu flott mót.
 
	
		
		
		
			
					15.11.2016			
	
	 Stelpurnar í Selfoss 7 stóðu sig frábærlega á Haustmóti Fimleikasambandsins sem fór fram um síðustu helgi. Þrátt fyrir að vera á yngra ári í sínum flokki lentu þær í 4.sæti af 20 liðum.
 
	
		
		
		
			
					15.11.2016			
	
	 Stelpurnar í Selfoss 6 kepptu á Haustmóti síðasta laugardag. Stelpurnar stóðu sig vel en þær hafa þó átt betri dag, þessar efnilegu stelpur eiga mikið inni og mæta ennþá sterkari til leiks á næsta mót.