Fréttir

Glæsileg 10 ára afmælissýning Fimleikadeildar Selfoss

Glæsileg tíu ára afmælissýning Fimleikadeildar Umf. Selfoss fór fram á laugardag. Sýningin gekk vel að vanda og voru margir með gleðitár á hvarmi í lok sýningar.

Rikharð Atli og Margrét fimleikafólk ársins 2015

Fimleikafólk ársins var krýnt á jólasýningunni á laugardag en það eru þau Margrét Lúðvígsdóttir og Rikharð Atli Oddsson. Þau eru í blönduðu liði Selfoss sem eru ríkjandi Íslands-, bikar- og deildarmeistarar í hópfimleikum.

Fimleikadeild Selfoss hlaut gæðaviðurkenningu ÍSÍ

ÍSÍ notaði tækifærið á afmælissýningu Fimleikadeildar Selfoss og veitti  viðurkenningu og staðfestingu á endurnýjun. Í umsögn ÍSÍ kemur fram að handbók deildarinnar er vel unnin og uppfyllir vel öll ákvæði fyrirmyndarfélaga þannig að tryggt er að allir rói í sömu átt.

Afmælissýning Fimleikadeildar Selfoss 2015

Helga Nótt og Kærleikstréð er tíunda jólasýning Fimleikadeildar Umf. Selfoss. Fimleikadeildin hóf jólasýningar í þessari mynd sem þær eru í dag árið 2006 en áður voru hefðbundnar foreldrasýningar þar sem hver hópur sýndi hvað hann hafði verið að læra yfir haustið.

Allar æfingar falla niður mánudag 7. desember - Uppfært

Í ljósi mjög slæmrar veðurspár og tilmæla frá um að fólk sé ekki á fer eftir klukkan 12:00 á hádegi mánudaginn 7. desember, munu allar æfingar hjá Umf. Selfoss falla niður í dag, mánudag.Allar æfingar hjá fimleikadeild, frjálsíþróttadeild, handknattleiksdeild, júdódeild, knattspyrnudeild, sunddeild og taekwondodeild falla niður.

Helga Nótt og kærleikstréð - Jólasýning fimleikadeildar

Jólasýning fimleikadeildar árið 2015 ber heitið Helga Nótt og kærleikstréð.Sýningar verða í íþróttahúsi Vallaskóla laugardaginn 12.

Góður árangur á haustmóti FSÍ

Haustmót Fimleikasambandsins var haldið á Akranesi síðastliðna helgi. Fimleikadeild Selfoss átti tíu lið á mótinu en alls tóku 67 lið þátt eða um 800 keppendur.

Selfyssingar kláruðu NM með stæl

Blandað lið Selfoss hafnaði í sjötta sæti af átta liðum á Norðurlandamótinu í hópfimleikum sem fram fór á Íslandi um helgina.

Átta afreksstyrkir til Umf. Selfoss

Stjórn Verkefnasjóðs HSK hefur úthlutað tæpum þremur milljónum til 35 verkefna á sambandssvæði sínu en alls bárust 49 umsóknir til sjóðsins í ár.

Norðurlandamótið í hópfimleikum á laugardag

Selfoss keppir á Norðurlandamótinu í hópfimleikum sem fram fer í Vodafonehöllinni laugardaginn 14. nóvember. Þetta er stór dagur í sögu félagsins þar sem þetta er í fyrsta skipti sem lið Selfyssinga nær inn á Norðurlandamót í fullorðinsflokki en félagið hefur tvisvar sinnum áður keppt á Norðurlandamóti unglinga, árið 2008 í Bergen og 2014 í Garðabæ.