31.12.2015			
	
	 Tilkynnt var um úthlutun úr Afreks- og styrktarsjóði Umf. Selfoss og Árborgar fyrir árið 2015 á uppskeruhátíð íþrótta- og menningarnefndar Árborgar sem fram fór í hátíðarsal Fjölbrautaskóla Suðurlands 29.
 
	
		
		
		
			
					30.12.2015			
	
	 Handboltakonan Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir og taekwondomaðurinn Daníel Jens Pétursson, bæði úr Umf. Selfoss, voru útnefnd íþróttafólk ársins í Sveitarfélaginu Árborg á uppskeruhátíð íþrótta- og menningarnefndar sem fram fór í hátíðarsal FSu í gær.Hrafnhildur Hanna hefur náð frábærum árangri í ár og spilað sig upp í að verða lykilmanneskja í A-landsliði Íslands.
 
	
		
		
		
			
					28.12.2015			
	
	 Uppskeruhátíð íþrótta- og menningarnefndar Sveitarfélagsins Árborgar fer fram þriðjudaginn 29. desember kl. 19:30 í sal Fjölbrautaskóla Suðurlands.
 
	
		
		
		
			
					21.12.2015			
	
	 Níu Selfyssingar voru valdir til þátttöku á æfingu unglingalandsliðsins í hópfimleikum sem fór fram í hjá Stjörnunni í lok nóvember.Stelpurnar sem eru fæddar á árunum 1999-2003 eru Aníta Sól Tyrfingsdóttir, Alma Rún Baldursdóttir, Perla Sævarsdóttir, Anna Margrét Guðmundsdóttir, Júlíana Hjaltadóttir, Hekla Björk Grétarsdóttir, Hekla Björt Birkisdóttir, Birta Sif Sævarsdóttir og Evelyn Þóra Jósefsdóttir.Á myndinni eru frá vinstri: Birta Sif, Anna Margrét, Hekla Björt, Hekla Björk, Júlíana, Aníta Sól, Perla og Alma Rún.
 
	
		
		
		
			
					18.12.2015			
	
	 Verkfræðistofan Efla hefur úthlutað styrkjum úr Samfélagssjóði Eflu og hlaut Fimleikadeild Ungmennafélags Selfoss einn af þeim tíu styrkjum sem úthlutað var nú í haust.
 
	
		
		
		
			
					16.12.2015			
	
	 Glæsileg tíu ára afmælissýning Fimleikadeildar Umf. Selfoss fór fram á laugardag. Sýningin gekk vel að vanda og voru margir með gleðitár á hvarmi í lok sýningar.
 
	
		
		
		
			
					15.12.2015			
	
	 Fimleikafólk ársins var krýnt á jólasýningunni á laugardag en það eru þau Margrét Lúðvígsdóttir og Rikharð Atli Oddsson. Þau eru í blönduðu liði Selfoss sem eru ríkjandi Íslands-, bikar- og deildarmeistarar í hópfimleikum.
 
	
		
		
		
			
					14.12.2015			
	
	 ÍSÍ notaði tækifærið á afmælissýningu Fimleikadeildar Selfoss og veitti  viðurkenningu og staðfestingu á endurnýjun. Í umsögn ÍSÍ kemur fram að handbók deildarinnar er vel unnin og uppfyllir vel öll ákvæði fyrirmyndarfélaga þannig að tryggt er að allir rói í sömu átt.
 
	
		
		
		
			
					11.12.2015			
	
	 Helga Nótt og Kærleikstréð er tíunda jólasýning Fimleikadeildar Umf. Selfoss. Fimleikadeildin hóf jólasýningar í þessari mynd sem þær eru í dag árið 2006 en áður voru hefðbundnar foreldrasýningar þar sem hver hópur sýndi hvað hann hafði verið að læra yfir haustið.
 
	
		
		
		
			
					06.12.2015			
	
	 Í ljósi mjög slæmrar veðurspár og tilmæla frá  um að fólk sé ekki á fer eftir klukkan 12:00 á hádegi mánudaginn 7. desember, munu allar æfingar hjá Umf. Selfoss falla niður í dag, mánudag.Allar æfingar hjá fimleikadeild, frjálsíþróttadeild, handknattleiksdeild, júdódeild, knattspyrnudeild, sunddeild og taekwondodeild falla niður.