Fréttir

Lið HSK fékk fyrirmyndarbikarinn annað árið í röð

Á mótsslitum 18. Unglingalandsmóts UMFÍ á Akureyri sl. sunnudagskvöld var tilkynnt hverjir hefðu hreppt Fyrirmyndarbikarinn. Bikarinn féll í skaut Héraðssambandsins Skarphéðins, HSK, og var þetta annað árið röð sem bikarinn fer til HSK.

Sumarnámskeið 3 hjá Fimleikadeild Selfoss

Mánudaginn 10. ágúst hefst þriðja sumarnámskeið Fimleikadeildar Selfoss. Námskeiðin eru jafnt fyrir stráka og stelpur fædd á árunu 2006 - 2009.

Forskráning í fimleika lýkur á mánudag

Vakin er athygli á að forskráningu í fimleika fyrir komandi tímabil lýkur mánudaginn 10. ágúst. Skráning fer fram í gegnum. Mikilvægt er að þeir sem vilja stunda fimleika í vetur séu skráðir tímanlega svo auðveldlega gangi að raða í hópa og gera stundatöflu.Æfingar hefjast mánudaginn 31.

Gleði og ánægja á Unglingalandsmóti

Á þriðja þúsund keppendur tóku þátt í 18. Unglingalandsmóti UMFÍ sem fram fór á Akureyri um verslunarmannahelgina. Selfyssingar og aðrir félagar okkar í liði HSK stóðu sig með miklum sóma en rétt tæplega 200 keppendur frá HSK mættu til leiks.Fyrirmyndarbikar UMFÍ féll í skaut liðsmanna HSK annað árið röð og fimmta skiptið alls.

Stemningin er frábær á Unglingalandsmóti

Þátttaka á 18. Unglingalandsmóti UMFÍ sem fer fram á Akureyri um verslunarmannahelgina er tilvalin samvera fyrir fjölskyldur. Niðurstöður rannsókna sýna að börn og unglingar sem verja tíma með foreldrum sínum eru síður líklegir til að sýna ýmis konar áhættuhegðun.Ungmennafélag Íslands hvetur fjölskyldur til að kynna sér dagskrá Unglingalandsmótsins en nánari upplýsingar eru á .Skráningu lýkur á miðnætti sunnudaginn 26.

Tanja yfirþjálfari og systurnar Gerður og Rakel sjá um dansinn

Tanja Birgisdóttir hefur verið ráðin yfirþjálfari elsta stigs hjá Fimleikadeild Selfoss. Hún tekur við starfinu 1. ágúst næstkomandi af Olgu Bjarnadóttur sem gegnt hefur starfi yfirþjálfara frá 1997.Tanja er okkur góðkunn og hefur starfað hjá deildinni og sýnt frábæran árangur sem þjálfari frá árinu 2004 með stuttum hléum en hún æfði fimleika með Selfoss frá unga aldri áður en hún hóf þjálfaraferilinn.

Forskráning í fimleika 2015-2016 er hafin inná selfoss.felog.is

Forskráning í fimleika er hafin inn á . Um er að ræða tímabilið frá september 2015. Skráningu lýkur 10. ágúst 2015 og er mikilvægt að þeir sem ætla í fimleika séu skráðir tímanlega svo auðveldlega gangi að raða í hópa og gera stundatöflu.Í boði verða hefðbundnir fimleikar fyrir börn fædd 2011 og fyrr.

Vel heppnaðar æfingabúðir í Danmörku

Hópur stúlkna og drengja úr meistaraflokkum Fimleikadeildar Selfoss fóru í æfingabúðir til Danmerkur dagana 15.-21. júní.Hópurinn hélt utan á mánudagsmorgni og ferðinni var heitið til Herning á Jótlandi þar sem Mads Pind einn af þjálfurum Selfoss æfði.

Sumarnámskeið 1 í fimleikum 10. júní

Fyrsta sumarnámskeiðið í fimleikum hefst 10. júní og er til 16. júní. Kennt er í Baulu íþróttahúsi Sunnulækjarskóla eftir hádegi frá 13:00-15:30.

Frábær árangur á vormóti FSÍ á Egilsstöðum

Krakkarnir úr Fimleikadeild Selfoss gerðu góða ferð á Egilsstaði um nýliðna helgi en þar fór fram vormót Fimleikasambands Íslands.