07.02.2014
Um helgina fer fram á Selfossi handboltamót hjá stelpunum á yngra ári í 6. flokki en í þeim flokki eru stelpur fæddar árið 2003. Mótið er styrkt af Landsbanka Íslands og fer fram í Íþróttahúsi Vallaskóla og í Iðu, íþróttahúsinu við Fjölbrautaskóla Suðurlands.Fjöldi liða eru skráð til keppni sem hefst klukkan tíu á laugardagsmorgun og verður spilað til klukkan sex þann dag.
07.02.2014
Eins og fram hefur komið á heimasíðunni stóð U-18 ára landsliðið í handbolta með Selfyssinginn Ómar Inga Magnússon í broddi fylkingar í ströngu í kringum áramótin.
06.02.2014
Þriðja 7. flokks mót vetrarins fór fram í Kórnum í Kópavogi um seinustu helgi. Selfoss skvísurnar stóðu sig frábærlega jafnt innan vallar sem utan.
02.02.2014
Meistaraflokkur kvenna náði ekki að halda út og landa sigri á móti Aftureldinu. Grátlegt tap staðreynd og fyrstu stig Mosfellinga komin í hús.
27.01.2014
Á laugardag fóru stelpurnar okkar til Vestmannaeyja þar sem þær mættu ÍBV í Olísdeildinni. Fyrri hálfleikur var mjög jafn og spennandi og leiddi Selfoss með einu marki í hálfleik 14-15.
26.01.2014
Strákarnir í Selfoss áttu ekki í vandræðum með slakt lið Fylkis á föstudaginn. Selfoss átti mjög góðan fyrri hálfleik og hreinlega valtaði yfir gestina sem áttu í mesta basli með að koma boltanum í netið.
23.01.2014
Selfoss og bikarmeistarar ÍR mætast í átta liða úrslitum Coca cola bikarsins. Leikurinn verður spilaður á Selfossi í byrjun febrúar en endanlegur tími er ekki kominn á hreint.
23.01.2014
Atli Hjörvar Einarsson skrifaði undir samning við Selfoss nú í vikunni, mun hann spila með liði Selfoss a.m.k út þetta tímabil. Atli fór frá Selfossi haustið 2011, spilaði með FH einn vetur en hann hefur spilað lykilhlutverk með liði Víkings síðastliðið eitt og hálft ár.Koma Atla mun án efa styrkja lið Selfoss en hann spilar sem línumaður og er öflugur varnarmaður.Stjórn handknattleiksdeildar Selfoss býður Atla Hjörvar velkominn til baka en það er alltaf ánægjulegt þegar leikmenn snúa aftur til að spila með sínu uppeldisfélagi.
22.01.2014
Meistaraflokkur kvenna í handbolta tók á mót sterku liði Vals í gærkvöldi sem situr í öðru sæti deildarinnar. Fyrri hálfleikur var góður hjá Selfoss og voru kempurnar í Val í basli með ungu stelpurnar í Selfoss.
22.01.2014
Núna er EM í handbolta byrjað og stendur yfir til sunnudagsins 26. janúar þegar Evrópumeistarar verða krýndir. Handknattleikssamband Íslands (HSÍ) stendur nú í annað sinn fyrir átakinu „Komdu í handbolta” þar sem nýjum iðkendum er boðið að æfa handbolta.