Fréttir

Stórleikur í Vallaskóla í kvöld

Það verður toppslagur í Vallskóla í kvöld kl. 20 þegar Afturelding kemur í heimsókn. Kveikt verður á grillinu kl. 19 og hvetjum við fólk að mæta tímanlega með fjölskylduna í kvöldmatinn.Þar sem að vitlaus auglýsing birtist í blöðum vikunnar er rétt auglýsing með fréttinni.Hægt er að lesa fróðleik fyrir leikinn hér.

Hitað upp fyrir Aftureldingu

Föstudaginn 6. desember mun meistaraflokkur karla leika sinn síðasta deildarleik fyrir jólafrí gegn toppliði Aftureldingar. Leikurinn hefst klukkan 20:00 í íþróttahúsi Vallskóla.

Stelpurnar stóðu sig með prýði

Um seinustu helgi fór fram annað mót vetrarins hjá 7. flokki stúlkna í handbolta. Selfoss sendi fjögur lið til leiks á mótinu sem stóðu sig öll með mikilli prýði.

Sigur á móti Fjölni

Selfoss sigraði Fjölni í Grafarvoginum í gærkvöldi 25-33. Fjölnismenn byrjuðu betur og komust í stöðuna 5-3 en þá fóru Selfyssingar í gang, eftir fimmtán mínútna leik var staðan orðin 7-9 fyrir Selfoss sem smá saman jók muninn.

Aron Óli og Teitur í landslið U-16

Dagana 5.-7. desember mun U-16 ára landslið karla æfa saman og spila tvo æfingaleiki við A-landslið kvenna. Tveir Selfyssingar hafa verið valdir í 30 manna hóp fyrir þetta verkefni.

Sannfærandi sigrar strákanna

Strákarnir á yngra ári í 5. flokki (f. 2001) kepptu um helgina á Íslandsmótinu í handbolta. Þeir héldu uppteknum hætti frá síðustu mótum og sigruðu alla sína leiki nokkuð örugglega.

Selfoss fer á Seltjarnarnesið

Í hádeginu var dregið í 16 liða úrslit í Coca-Cola bikar karla. Selfoss dróst á móti Gróttu og fer leikurinn fram á Seltjarnarnesi 8.

Selfoss komið áfram í bikarnum

Mfl. karla lagði í langferð og spilaði bikarleik á móti Herði á Ísafirði í dag, sunnudag. Það er skemmst frá því að segja að Selfoss vann öruggan sigur 21 – 44 og því komið áfram í bikarnum.Markaskorun var eftirfarandi:Einar Sverrisson 10 mörk, Axel Sveinsson 9 mörk, Andri Már 6 mörk, Hörður Másson, Örn Þrastarson og Árni Felix með 4 mörk, Eyvindur Hrannar 3 mörk, Magnús Már 2 mörk og Jóhannes Snær og Bjarki Már með eitt mark hvor.  .

Jafntefli á móti HK

Selfoss og HK gerðu jafntefli 23 – 23 á laugardaginn, þegar HK kom í heimsókn á Selfoss. HK var yfir stóran hluta leiksins en Selfoss var aldrei langt undan.

Öruggur sigur Selfoss

Selfoss tók á móti Þrótti í fyrstu deild karla í kvöld. Jafnræði var með liðunum fyrstu mínúturnar en fljótlega fóru Selfyssingar í gang og náðu góðri forystu.