Fréttir

Selfoss lagði ÍR í síðasta leik - Haukar Ragnarsmótsmeistarar

Selfoss lagði ÍR með 8 mörkum í seinasta leik Ragnarsmóts kvenna, 32-24. Selfyssingar voru sterkari aðilinn frá fyrstu sekúndu og komust fljótt í 4-0.

ÍBV sigraði Selfoss í vítakastkeppni

ÍBV sigraði Selfoss í vítakastkeppni eftir spennandi leik um 3. sæti Ragnarsmóts karla, lokatölur voru 31-32. Leikurinn var í járnum nær allan leikinn og hvorugt liðið náði að slíta sig frá hinu.

Haukar Ragnarsmótsmeistarar 2020

Haukar sigruðu Aftureldingu með sex mörkum, 21-27, í úrslitaleik Ragnarsmótsins og eru því sigurvegarar Ragnarsmóts karla 2020!Jafnt var á öllum tölum í byrjun leiks en undir lok fyrri hálfleiks náðu Haukar tveggja marka forskoti, 8-10, í markalitlum hálfleik.

Fram sigruðu Stjörnuna í leik um 5. sætið

Fram sigraði Stjörnuna með fjórum mörkum, 23-27, í leik um 5. sætið á Ragnarsmóti karla. Leikurinn var jafn framan af og liðin skiptust á að hafa forystu.

Jafntefli í báðum leikjum dagsins

Jafntefli var niðurstaðan þegar Stjanan og ÍBV mættust í síðasta leik riðlakeppni Ragnarsmóts karla. Lokatölur 34-34. Leikurinn var sveiflukenndur og skiptust liðin á að hafa forystu.

Selfoss og Haukar með sigra í tvíhleypu

Strákarnir sigruðu Hauka í fyrri leik kvöldsins með tveimur mörkum, 34-32. Selfyssingar leiddu í byrjun leiks og náðu fljótt tveggja marka forskoti.

Afturelding og Haukar með sigra á Ragnarsmótinu

Í fyrri leik kvöldsins vann Afturelding góðan sigur á Eyjamönnum, 28-32. Leikurinn var jafn framan af en Afturelding hafði alltaf yfirhöndina og leiddu þeir með einu í hálfleik, 13-14.

Selfoss tapaði fyrsta degi Ragnarsmóts karla

Selfoss tapaði fyrir Fram með fimm mörkum, 24-29, í fyrri leik kvöldsins á Ragnarsmóti karla. Framarar leiddu allan leikinn og voru fljótlega komnir í fjögurra marka forystu.

Einn leikur á Ragnarsmótinu í kvöld

Haukar sigruðu Fjölnir/Fylki með einu marki, 23-22, í eina leik kvöldsins á Ragnarsmóti kvenna. Leikurinn einkenndist af góðri vörn og markvörslu beggja liða.

Tíu marka sigur Selfoss í fyrsta leik

Meistaraflokkur kvenna sigraði sameiginlegt lið Fjölnis og Fylkis í fyrsta leik Ragnarsmótsins 2020 með 10 mörkum, 37-27. COVID-19 setur svip sinn á mótið og mega sem dæmi engir áhorfendur vera á mótinu.