Fréttir

Ragnarsmótið hefst á morgun

Ragnarsmótið í handbolta verður haldið í 32. skiptið, en mótið er eitt elsta og virtasta æfingamót á Íslandi.Mótið fer fram í Hleðsluhöllinni og verður mótið tvískipt eins og undanfarin ár.

Handboltaæfingar hefjast 17. ágúst

Handboltaæfingar yngri flokka hefjast mánudaginn 17. ágúst, og auglýstir á samfélagsmiðlum.Handknattleiksdeild Umf. Selfoss leggur mikla áherslu á að hafa vel menntaða og reynslumikla þjálfara og hefur verið mikill stöðugleiki í mannaráðningum undanfarin ár.

Elín Krista framlengir við Selfoss

Elín Krista Sigurðardóttir hefur framlengt samning sinn við handknattleiksdeild Selfoss til tveggja ára.  Elín, sem er örvhent skytta, er aðeins 19 ára gömul og mjög efnileg.  Hún var lykilleikmaður í liði meistaraflokks kvenna í vetur, sem var aðeins hársbreidd frá því að komast upp úr Grill 66 deildinni.  Handknattleiksdeildin fagnar þessum tíðindum, en það verður spennandi að fylgjast með meistaraflokk kvenna í vetur.---Mynd: Elín Krista Sigurðardóttir Umf.

Litháískur landsliðsmarkmaður til Selfoss

Litháíski landsliðsmarkmaðurinn Vilius Rašimas hefur gert tveggja ára samning við handknattleiksdeild Selfoss.Rašimas er þrítugur og reynslumikill markmaður en hann hefur verið í landsliði Litháen síðan 2010.  Hann kemur til Selfoss frá Þýska liðinu EHV Aue, en hann hefur meðal annars leikið með Kaunas í heimalandi sínu og pólsku vinum okkar í Azoty Pulawy.Handknattleiksdeild Selfoss býður Vilius Rašimas hjartanlega velkominn til okkar og verður gaman að sjá þennan reynda markmann spreyta sig með liðinu í Olísdeildinni í vetur en það er ljóst að hann mun verða liðinu góð styrking.

Sumartilboð Jako

Miðvikudaginn 1. júlí verður Jako með sumartilboð fyrir félagsmenn Umf. Selfoss í Tíbrá að Engjavegi 50 milli klukkan 17 og 19.Það verður boðið upp á á félagsgalla Umf.

Haukur og Hulda best

Um síðustu helgi fór fram lokahóf handknattleiksdeildar Umf. Selfoss á Hótel Selfoss með mikilli viðhöfn. Veitt voru verðlaun fyrir árangur leikmanna í meistaraflokk karla og kvenna ásamt Ungmennaliði Selfoss.

Öflugir kappar

Piltarnir á eldra ári í 6. flokki, fæddir árið 2008, sigruðu í 2. deild á sumarmóti HSÍ sem haldið var í Framheimilinu helgina 6.-7.

Lokahóf handknattleiksakademíunnar

Sameiginlegt lokahóf handknattleiksakademíu og 3. flokks Umf. Selfoss fór fram nú í byrjun júní. Að vanda var þetta skemmtileg samkoma, gott veður og góður matur.

Átta Selfyssingar í Handboltaskóla HSÍ og Alvogen

Fjórir piltar og fjórar stúlkur fæddar árið 2007 voru valin Handboltaskóla HSÍ og Alvogen á dögunum. Þeir Ágúst Sigurðsson, Jón Valgeir Guðmundsson, Hilmar Ásgeirsson og Hákon Garri Gestsson voru valdir ásamt þeim Selmu Axelsdóttur, Sunnu Bryndísi Reynisdóttur, Huldu Hrönn Bragadóttur og Michalinu Pétursdóttur.

Tveir erlendir leikmenn í Selfoss

Handknattleiksdeildin hefur samið við tvær erlendar stelpur, þær Ivana Raičković og Lara Zidek, sem báðar koma frá Førde IL í Noregi.