Fréttir

Hnífjafnt í bikarkeppni 15 ára og yngri

Um helgina var Bikarkeppni FRÍ haldin að Laugum í Þingeyjasýslu. HSK/Selfoss sendi 13 manna lið til þátttöku og mættu krakkarnir gríðarlega einbeittir til leiks og tilbúin að leggja allt í sölurnar fyrir liðið sitt.Árangurinn hjá okkar krökkum var stórkostlegur.

Algjörir yfirburðir

Selfoss vann öruggan 1-3 útisigur á Aftureldingu í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu í gærkvöldi.Það voru Guðmunda Brynja Óladóttir, Magdalena Anna Reimus og Dagný Brynjarsdóttir (víti) sem skoruðu mörk Selfyssinga auk þess sem vítaspyrna frá Guðmundu var varin.Nánar er fjallað um leikinn á vef .Með sigrinum endurheimtu Selfyssingar þriðja sæti deildarinnar, en liðið hefur nú 29 stig og er með tveggja stiga forskot á Þór í 4.

Tíu titlar á MÍ 15-22 ára

Helgina 15.-16. ágúst fór fram Meistarsmót Íslands 15-22 ára á Sauðárkróki. HSK/Selfoss sendi 21 keppanda til leiks sem stóðu sig öll með sóma.

Öruggur sigur í Skotland

Eins og áður hefur komið fram tók Elva Rún Óskarsdóttir þátt í Viking Cup mótinu með U-15 ára landsliði Íslands í Skotlandi í seinustu viku.Liðið vann Englendinga í fyrsta leik 29-17. Íslenska liðið byrjaði leikinn mun betur en þær ensku og komst í 8-4.

Esther Ýr og Bergrós æfa með U19

Tveir leikmenn Selfoss, Esther Ýr  Óskarsdóttir og Bergrós Ásgeirsdóttir, hafa verið valdar á landsliðsæfingu U19 kvenna sem fram fer 3.

Dýrmætt stig á heimavelli

Selfyssingar kræktu sér í dýrmætt stig á heimavelli gegn Fjarðabyggð í 1. deildinni á laugardag.Leikurinn endaði með 2-2 jafntefli en það var hinn bráðefnilegi Richard Sæþór Sigurðsson sem jafnaði tvívegis fyrir okkar menn í leiknum.Nánar er fjallað um leikinn á vef .Staðan á botninum hefur lífið breyst en Selfyssingar tveimur stigum frá fallsæti í 10.

Haukar sigurvegarar Ragnarsmótsins

Haukar unnu alla leiki sína á Ragnarsmótinu sem lauk í dag og eru því sigurvegarar mótsins.Haukar vs Selfoss 30-23Haukar vs Valur 26-25Haukar vs Fram 27-26Selfysssingar kepptu við Val í síðasta leik mótsins og biðu lægri hlut 17-23 en áttu eigi að síður marga góða spretti á mótinu. Markaskor: Hergeir og Magnús Öder með 4 mörk Guðjón Á og Árni Geir með 3 mörk Teitur með 2 mörk Rúnar með 1 markBirkir Fannar með frábæra markvörslu í leiknum.Einstaklingsverðlaun Ragnarsmóts: Besti leikmaður: Janus Daði Smárason Haukar Besti sóknarmaður: Hergeir Grímsson Selfoss Besti varnarmaður: Orri Freyr Gíslason Valur Besti markmaður: Sigurður I.

HM bronsið heim

Í hálfleik leiks Selfoss og Fram sem fram fór á Ragnarsmótinu fyrr í kvöld voru bronsverðlaunahafar okkar í U-19 ára landsliðinu frá heimsmeistaramótinu í Rússlandi heiðraðir.Kjartan Björnsson fyrir hönd Sveitarfélagsins Árborgar þakkaði þeim selfyssku fjórmenningum sem í víking austur til Rússlands héldu og komu hlaðnir eðalmálmum til baka.Jón Birgir Guðmundsson, Elvar Örn Jónsson, Ómar Ingi Stefánsson og Einar Guðmundsson eru svo sannarlega einstakir fulltrúar okkar.MM 

Valur engin fyrirstaða

Selfyssingar fengu Val í heimsókn á JÁVERK-völlinn í gær og höfðu að lokum öruggan 3-1 sigur.Guðmunda Brynja Óladóttir kom Selfyssingum yfir með marki úr vítaspyrnu á 15.

Stelpurnar í æfingabúðum á Spáni

Stelpurnar í Olísdeildarliði Selfoss eru staddar í æfingabúðum á Alicante á Spáni. Eins og myndin ber með sér fer vel um þær á milli þess sem þær stunda strangar æfingar og rífa í lóðin.