Fréttir

Bílaleiga Akureyrar áfram styrktaraðili Selfoss

Bílaleiga Akureyrar - Höldur og handknattleiksdeild Umf. Selfoss hafa endurnýjað samstarfssamning sinn en aðilarnir skrifuðu undir þriggja ára samning á dögunum.  Þetta eru frábær tíðindi enda hefur Bílaleiga Akureyrar verið einn af stærstu styrktaraðilum deildarinnar í gegnum tíðina. Mynd: Bjarmi Skarphéðinsson umboðsaðili Bílaleigu Akureyrar á Selfossi og Einar Sindri varaformaður handknattleiksdeildar innsigla samninginn. Umf.

Sambandsaðilar fylgi ráðleggingum sóttvarnarlæknis vegna COVID-19

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) vekur athygli á leiðbeiningum sóttvarnarlæknis í tengslum við COVID-19 veirunnar og hvetur sambandsaðila að fylgjast með nýjustu uppfærslum varðandi skilgreiningar á áhættusvæðum.Þeir sambandsaðilar sem hyggja á ferðalög með íþróttahópa ættu að kynna sér allar upplýsingar varðandi smitsvæði á vefsíðu Embættis landlæknis.

Vésteinn með silfur á Opna Danska

Helgina 8.-9. febrúar fóru 22 keppendur frá Íslandi og kepptu á Danish Open í Vejle. Júdódeild Selfoss sendi fimm keppendur á mótið en það voru Vésteinn Bjarnason, Hrafn Arnarsson, Böðvar Arnarsson, Jakub Tomczyk og Breki Bernharðsson einnig var Egill Blöndal með sem þjálfari.Vésteinn Bjarnason náði lengst af Íslendingunum, hann vann þrjár glímur en tapaði einni í u15 -60 kg flokki og fékk silfur.

Aðalfundur knattspyrnudeildar 2020

Aðalfundur knattspyrnudeildar Umf. Selfoss verður haldin í Tíbrá mánudaginn 9. mars klukkan 20:00.Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál.Allir velkomnir, Stjórn knattspyrnudeildar Selfoss.