Fréttir

Litháískur landsliðsmarkmaður til Selfoss

Litháíski landsliðsmarkmaðurinn Vilius Rašimas hefur gert tveggja ára samning við handknattleiksdeild Selfoss.Rašimas er þrítugur og reynslumikill markmaður en hann hefur verið í landsliði Litháen síðan 2010.  Hann kemur til Selfoss frá Þýska liðinu EHV Aue, en hann hefur meðal annars leikið með Kaunas í heimalandi sínu og pólsku vinum okkar í Azoty Pulawy.Handknattleiksdeild Selfoss býður Vilius Rašimas hjartanlega velkominn til okkar og verður gaman að sjá þennan reynda markmann spreyta sig með liðinu í Olísdeildinni í vetur en það er ljóst að hann mun verða liðinu góð styrking.

Fréttabréf UMFÍ | Unglingalandsmóti frestað

Framkvæmdanefnd Unglingalandsmóts UMFÍ hefur ákveðið, í samræmi við tilmæli sóttvarnarlæknis og Almannavarna, að fresta mótinu sem fara átti fram á Selfossi um komandi verslunarmannahelgi um eitt ár.

Efnilegir krakkar í fjálsíþróttasumarbúðum á Selfossi

Frjálsíþróttasumarbúðir FRÍ voru haldnar á Selfossi dagana 21.-25. júní. Rúmlega 50 börn á aldrinum 11-14 ára komu í skólann.

Frábær sigur Selfyssinga í Hafnarfirði

Selfoss vann frábæran 1-2 sigur á Haukum í 2. deild karla í knattspyrnu í gær þrátt fyrir að hafa verið manni færri í 70 mínútur. Guðmundur Tyrfingsson fékk rautt spjald á 23.

Sunnlendingar Íslandsmeistarar 11-14 ára

Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum í flokkum 11-14 ára var haldið um helgina á Sauðárkróki í ágætis veðri en töluverður vindur var þó báða dagana.Í heildarstigakeppninni stóð lið HSK/Selfoss uppi sem Íslandsmeistari með 943 stig en næsta lið var með 680 stig.

Ungu strákarnir afgreiddu Völsung

Selfoss fékk Völsung í heimsókn í 2. deildinni föstudag. Heimamenn báru sigur úr bítum með tveimur mörkum gegn einu. Það voru ungir strákar á skotskónum en mörk okkar stráka skoruðu Þorsteinn Aron Antonsson og Guðmundur Tyrfingsson.Að loknum þremur umferðum hefur Selfoss 6 stig í fjórða sæti deildarinnar.

Leikmenn mánaðarins

Leikmenn júlímánaðar hjá knattspyrnudeildinni eru Thelma Sif Árnadóttir leikmaður 7. flokks kvenna og Skúli Arnbjörn Karlsson leikmaður 7.

Góður sigur í Garðabæ

Selfoss fór í heimsókn í Garðabæinn í gær þar sem liðið mætti Stjörnunni í Pepsi Max deildinni. Selfoss sigraði með fjórum mörkum gegn einu marki heimakvenna.

Gott gengi í Mosfellsbæ

Fyrsta umferð Íslandsmeistaramótsins í mótokross fór fram 28. júní í frábæru veðri í Motomos í Mosfellsbæ og mætti mikill fjöldi áhorenda til fylgjast með keppendum.

Van Achteren aftur á Selfoss

Knattspyrnudeild Selfoss gekk í gær frá samningi við belgíska miðjumanninn Jason Van Actheren. Selfyssingar ættu að kannast við Jason en hann lék einnig með liðinu seinni part síðasta sumars við góðan orðstýr.Við bjóðum Jason hjartanlega velkominn aftur á Selfoss.