Fréttir

Leikmenn mánaðarins

Leikmenn maímánaðar eru þau Aron Einar Brynjarsson og Kolbrún Klara Jónsdóttir. Kolbrún og Aron eru bæði í 7. flokki, æfa mjög vel og hafa bætt sig mikið síðustu vikur og mánuði. Óskum þessum flottu krökkum til hamingju Áfram Selfoss.

Góður sigur gegn Fram

Selfoss sigraði Fram örugglega í Hleðsluhöllinni í dag með fjórum mörkum, 32-28.Selfyssingar skoruðu fyrstu þrjú mörk leiksins en Fram skoraði næstu þrjú mörk.

Benedicte Håland til liðs við Selfoss

Knattspyrnudeild Selfoss hefur samið við norska markvörðinn Benedicte Håland um að leika með liði félagsins í sumar.Håland er 23 ára gömul og kemur til Selfoss frá Bristol City í ensku úrvalsdeildinni.

Stelpurnar komnar á toppinn

Stelpurnar komnar á toppinn eftir 0-2 sigur gegn Þór/KA á Akureyri. Leikurinn var nokkuð jafn í fyrri hálfleik og áttu bæði lið ágætis færi.

Aðalfundur frjalsíþróttadeildar - Ný tímasetning

Aðalfundur frjálsíþróttadeildar Umf. Selfoss sem frestað var í mars vegna samkomubanns verður haldinn í Tíbrá miðvikudaginn 19. maí klukkan 20:00.Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.Allir velkomnir, Frjálsíþróttadeild Umf.

Frábær skemmtun á páskamóti JR

Páskamót JR og Góu var haldið föstudaginn 30. apríl og laugardaginn 1. maí en því hafði áður verið frestað vegna samkomubanns.Mótið fór nú fram í fimmtánda skipti og var opið öllum júdóklúbbum eins og venjulega.

Vestanáhlaup á JÁVERK-vellinum

Nýliðar Selfoss léku fyrsta leik tímabilsins í Lengjudeildinni á laugardag þegar lið Vestra kom í heimsókn.Heimamenn fengu skell þar sem Vestramenn voru mun beittari í upphafi leiks og skoruðu þrjú mörk á fyrstu tuttugu mínútunum án þess að Selfyssingar fengju rönd við reist.

Eins marks tap í spennuleik

Selfoss tapaði fyrir ÍR í síðasta leik sínum í Grill 66 deild kvenna þennan veturinn á föstudaginn, 24-23. Leikurinn var nokkuð jafn, en Selfoss var alltaf skrefinu á undan.

Sex marka sigur fyrir norðan

Selfoss fór norður og sótti tvö góð stig gegn Þór Akureyri.  Selfoss unnu leikinn með sex mörkum, 21-27. Þórsarar byrjuðu leikinn betur en Selfoss jafnaði í stöðunni 5-5.

Selfoss - Vestri

Selfoss spilar sinn fyrsta leik í Lengjudeildinni á laugardag þegar lið Vestra kemur í heimsókn. Leikurinn hefst klukkan 14:00 á JÁVERK-vellinum. Í ljósi aðstæðna þá er bara hægt að taka á móti 100 áhorfendum.