22.06.2018
Héraðsleikar HSK í frjálsum og aldursflokkamót 11 – 14 ára voru haldin í Þorlákshöfn 10. júní sl. Keppendur frá átta aðildarfélögum HSK sendu keppendur á mótin.Á héraðslekunum fengu allir jafna viðurkenningu í lok mót, en á aldursflokkamótinu var keppt um gull, silfur og brons í öllum greinum. Keppnin á aldursflokkamótinu var jafnframt stigakeppni milli félaga. Selfyssingar unnu með yfirburðum, hlutu 493,5 stig, Hrunamenn urðu í öðru með 239,5 stig og Hekla varð í þriðja með 101 stig.Úr fréttabréfi HSK.
22.06.2018
Tvö HSK met voru sett á Vormóti ÍR, sem haldið var í Reykjavík 13. júní sl.Hulda Sigurjónsdóttir úr Suðra varð í þriðja sæti í kvennaflokki og bætti ársgamalt HSK met sitt hjá fötluðum í flokki F20.
19.06.2018
Í lok maí fór fimleikadeild Selfoss með 2 sameinuð 5. flokks lið á Garpamót Gerplu í Kópavogi, en mótið var haldið í nýja fimleikahúsinu þeirra.Liðin fengu þar verðlaun fyrir sitt besta áhald og fengu í lokin grillaðar pylsur og svala.Skemmtilegur dagur hjá stúlkunum sem stilltu sér allar saman upp á mynd.
19.06.2018
Helgina 9.-10. júní fór Set-mótið í knattspyrnu fram í fjórða sinn á Selfossi. Mótið er haldið fyrir yngra árið í 6. flokki drengja og hefur notið síaukinna vinsælda frá því það var haldið í fyrsta sinn.Metþátttaka var í ár, en keppendur voru um 600 talsins frá 20 íþróttafélögum og voru samtals spilaðir 447 leikir á tveimur dögum.Keppendur létu rigningarveður ekki mikið á sig fá og var stemningin góð og fótboltinn spilaður af miklu kappi.Í lok móts var verðlaunaafhending eins og vera ber.
14.06.2018
Þrjú félög sendu keppendur til leiks á héraðsmót HSK í sundi sem haldið var haldið í sundlauginni í Laugaskarði í Hveragerði 5.
14.06.2018
Það voru 173 keppendur í 1.-10. bekk Vallaskóla, Sunnulækjarskóla og Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri sem tóku þátt í Grunnskólamóti Árborgar sem haldið var á frjálsíþróttavellinum á Selfossi í 20.
13.06.2018
Tilkynning frá Handboltaskóla Selfoss sem fyrirhugaður er 25.-29. júní og 2.-6. júlí.Vegna óviðráðanlegra aðstæðna geta þau Örn Þrastarson og Perla Ruth ekki séð um handboltaskólann í sumar eins og fyrirhugað var.
11.06.2018
Lindex mótið 2018, knattspyrnumót fyrir 6. flokk kvenna fór fram á JÁVERK-vellinum á Selfossi fimmtudaginn 7. júníUm 350 stelpur í yfir 50 liðum frá 12 félögum tóku þátt þetta árið og tókst vel til.Leikið var í 8 deildum og verðlaunað var fyrir 1.
10.06.2018
Um helgina fór fram Handboltaskóli HSÍ og Arionbanka fyrir stúlkur og drengi fædd 2005 (yngra ár í 5.flokki). Sjö Selfyssingar tóku þátt í handboltaskólanum og voru það þau Embla María Böðvarsdóttir, Hulda Friðfinnsdóttir, Ragnheiður Grímsdótir, Aron Leví Hjartarson, Guðmundur Steindórsson, Arnór Elí Kjartansson og Jason Dagur Þórisson.Mynd: Þeir Arnór Elí, Jason Dagur, Aron Leví og Guðmundur.