Allar æfingar falla niður mánudag 7. desember - Uppfært

Í ljósi mjög slæmrar veðurspár og tilmæla frá um að fólk sé ekki á fer eftir klukkan 12:00 á hádegi mánudaginn 7. desember, munu allar æfingar hjá Umf. Selfoss falla niður í dag, mánudag.Allar æfingar hjá fimleikadeild, frjálsíþróttadeild, handknattleiksdeild, júdódeild, knattspyrnudeild, sunddeild og taekwondodeild falla niður.

Selfoss-Fjölnir í beinni í Sjónvarpi Selfoss

Við viljum vekja athygli á fyrstu útsendingu hjá sem sýnir leik Selfyssinga og Fjölnis í beinni útsendingu á netinu í kvöld.Leikurinn hefst kl.

Helga Nótt og kærleikstréð - Jólasýning fimleikadeildar

Jólasýning fimleikadeildar árið 2015 ber heitið Helga Nótt og kærleikstréð.Sýningar verða í íþróttahúsi Vallaskóla laugardaginn 12.

Ný stjórn á aðalfundi knattspyrnudeildar

Ný sex manna stjórn var kosin á aðalfundi knattspyrnudeildar sem fram fór í Tíbrá mánudaginn 30. nóvember. Starf deildarinnar er í miklum blóma á sama tíma og reksturinn er í góðu jafnvægi.

Júdómót HSK

Fyrirhugað er að halda júdómót HSK fyrir 6-10 ára laugardaginn 12. desember milli kl. 10 og 12. Mótið verður haldið í æfingahúsnæði júdódeildar Umf.

Viðar Örn bikarmeistari í Kína

Viðar Örn Kjartansson varð kínverskur bikarmeistari í knattspyrnu með liði sínu Jiangsu Guoxin-Sainty í lok nóvember. Liðið sigraði Shanghai Greenland Shenhua 0-1 á útivelli.

Strákarnir úr leik í bikarnum

Selfyssingar eru úr leik í Coca Cola bikarnum eftir fimm marka ósigur gegn Fjölni á útivelli í gær.Strákarnir fengu óskabyrjun og var staðan 1-7 eftir tíu mínútna leik en þá var eins og allur vindur væri úr okkar mönnum og komust Fjölnismenn yfir rétt fyrir hálfleik 14-13. Fjölnir hafði undirtökin í leiknum allan seinni hálfleik og þrátt fyrir að Selfoss minnkaði muninn í tvö mörk á lokakaflanum voru Fjölnismenn sterkari og unnu 29-24.Nánar er fjallað um leikinn á vef . 

Stuð hjá stelpunum – Æfðu frítt í desember

Stelpurnar í 7. flokki tóku þátt í öðru móti vetrarins í Safamýrinni um helgina og skemmtu sér virkilega vel ásamt Sigrúnu Örnu þjálfara sínum.

Stemming hjá strákunum

Það var líf og fjör hjá strákunum í 7. flokki sem tóku þátt í öðru móti vetrarins hjá ÍR í Austurbergi um helgina.Ljósmyndir frá áhugasömum foreldrum.

Knattspyrnunámskeið Dagnýjar og Thelmu Bjarkar

Dagana 5. og 6. desember munu knattspyrnukonurnar Dagný Brynjarsdóttir og Thelma Björk Einarsdóttir halda námskeið á vegum Study & Play í samstarfi við knattspyrnudeild Selfoss.Námskeiðið er fyrir stelpur og stráka frá 7.