Hlaupamót Selfoss

Meistarahópur Selfoss í frjálsum var með mót í 400 metra hlaupi í Kaplakrika í Hafnarfirði laugardaginn 12. nóvember.Á mótinu hlupu þrír piltar af sambandssvæði HSK.

120 milljóna risapottur í enska boltanum

Það er 120 milljón króna risapottur í enska boltanum í getraunum um helgina. Getraunakaffi Selfoss er í Tíbrá milli kl. 11 og 13 á laugardag þar sem er heitt á könnunni, skemmtilegur félagsskapur og bakkelsi frá Guðnabakaríi.

Stemmning á Akureyri

Þessir efnilegu handboltakappar á yngra ári í 6. flokki tóku þátt í öðru móti vetrarins á Akureyri um seinustu helgi. Strákarnir stóðu fyrir sínu inn á vellinum og skemmtu sér konunglega utan vallarins.Ljósmyndir frá foreldrum Umf.

Aðalfundur knattspyrnudeildar

Aðalfundur knattspyrnudeildar Umf. Selfoss verður haldin í Tíbrá miðvikudaginn 30. nóvember og hefst kl. 20:00.Dagskrá:1. Venjuleg aðalfundarstörf2.

Selfoss Mix 3 með gull

Um helgina keppti Selfoss Mix 3 á Haustmóti Fimleikasambandsins og stóðu sig frábærlega. Þau eru ný byrjuð að æfa saman og frábært að sjá hversu vel gekk, fengu 28.365 stig og gullverðlaun.

Stelpurnar í Selfoss 9 á Haustmóti

Stelpurnar í Selfoss 9 kepptu á Haustmóti Fimleikasambandins sem fram fór í Garðabæ um síðustu helgi. Þar voru þær margar að keppa á sínu fyrsta fimleikamóti og stóðu sig mjög vel.

Stelpurnar í Selfoss 8 á Haustmóti

Stelpurnar í Selfoss 8 kepptu síðasta laugardag á Haustmóti Fimleikasambandsins. Þessar ungu og efnilegu stelpur stóðu sig mjög vel og áttu flott mót.

Stelpurnar í Selfoss 7 stóðu sig frábærlega

Stelpurnar í Selfoss 7 stóðu sig frábærlega á Haustmóti Fimleikasambandsins sem fór fram um síðustu helgi. Þrátt fyrir að vera á yngra ári í sínum flokki lentu þær í 4.sæti af 20 liðum.

Selfoss 6 á Haustmóti

Stelpurnar í Selfoss 6 kepptu á Haustmóti síðasta laugardag. Stelpurnar stóðu sig vel en þær hafa þó átt betri dag, þessar efnilegu stelpur eiga mikið inni og mæta ennþá sterkari til leiks á næsta mót.

Annað sæti í húfi

Valsmenn komu í heimsókn á Selfoss í gær og hirtu annað sæti Olís-deildarinnar með sigri í bráðskemmtilegum leik sem var í járnum allan tímann.Leikurinn var bráðfjörugur og jafnt á öllum tölum.