Dean áfram á Selfossi

Dean Martin skrifaði í dag undir nýjan tveggja ára samning við knattspyrnudeild Selfoss. Dean stýrði Selfyssingum upp í Lengjudeildina í sumar en liðið hafnaði í öðru sæti deildarinnar. ,,Ég er mjög ánægður með það að hafa skrifað undir nýjan samning við Selfoss og ég hlakka til að taka næsta skref með liðinu.

L E N G J U D E I L D I N 2 0 2 1

Karlalið Selfoss hefur tryggt sér sæti í Lengjudeildinni næsta sumar eftir að liðið hafnaði í öðru sæti 2. deildar í sumar. Tímabilið hefur verið langt og strangt en það er rúmlega ár síðan að undirbúningurinn fyrir sumarið 2020 hófst. Leikmenn hlaða nú batteríin undirbúningur fyrir Lengjudeildina hefst mjög fljótlega.

Danijel Majkić áfram á Selfossi

Danijel Majkić hefur framlengt samning sinn við Selfoss um ár og mun því spila með liðinu í Lengjudeildinni næsta sumar. Þetta er mikið fagnaðarefni enda sýndi Danijel gæðin sem hann býr yfir á vellinum í sumar.

Allt íþróttastarf fellur niður

Eftir að nýjar sóttvarnaráðstafanir voru kynntar í dag er ljóst að allt íþróttastarf hjá Umf. Selfoss fellur niður næstu 2-3 vikurnar eða til 17.

Heimilt að stunda íþróttir á Selfossi

Þrátt fyrir að töluverðar breytingar megi finna í nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra um takmarkanir á íþróttastarfi hafa þær ekki áhrif á íþróttastarf á Selfossi.

Þorsteinn Aron til Fulham

Selfyssingurinn ungi og efnilegi, Þorsteinn Aron Antonsson, er genginn til liðs við úrvalsdeildarfélagið Fulham á Englandi. Hann gerir þriggja ára samning við félagið.Þorsteinn Aron steig sín fyrstu skref í meistaraflokki Selfoss í sumar og spilaði 17 leiki í deild og bikar.

Skipt um gervigras á Selfossvelli

Í seinustu viku hófust framkvæmdir við að skipta um gervigras á Selfossvelli. Völlurinn hefur verið afar vel nýttur síðustu fjórtán árin en kominn var tími á að skipta um gras til að tryggja öryggi iðkenda.

Óbreyttar æfingar hjá Umf. Selfoss

Ljóst er að samkomutakmarkanir sem heilbrigðisráðherra kynnti í kvöld munu ekki hafa áhrif á æfingar Umf. Selfoss sem geta farið fram með hefðbundnum hætti.Sóttvarnarreglur sem ráðherra gaf út gilda bara á höfuðborgarsvæðinu. Því er heimilt að æfa og reyndar líka keppa, í íþróttum utan höfuðborgarsvæðisins.

Aðalfundi Umf. Selfoss frestað öðru sinni

Í ljósi hertra samfélagslegra aðgerða til að sporna við útbreiðslu Covid-19 sem meðal annars fela í sér 20 manna fjöldatakmörkun á samkomum þarf að fresta aðalfundi Umf.

Ósigur á Akureyri

Selfoss tapaði 1-0 í Pepsi Max deildinni þegar liðið heimsótti Þór/KA í Bogann á Akureyri í gær.Nánar er fjallað um leikinn á .