02.11.2020
Danijel Majkić hefur framlengt samning sinn við Selfoss um ár og mun því spila með liðinu í Lengjudeildinni næsta sumar. Þetta er mikið fagnaðarefni enda sýndi Danijel gæðin sem hann býr yfir á vellinum í sumar.
30.10.2020
Eftir að nýjar sóttvarnaráðstafanir voru kynntar í dag er ljóst að allt íþróttastarf hjá Umf. Selfoss fellur niður næstu 2-3 vikurnar eða til 17.
18.10.2020
Þrátt fyrir að töluverðar breytingar megi finna í nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra um takmarkanir á íþróttastarfi hafa þær ekki áhrif á íþróttastarf á Selfossi.
15.10.2020
Selfyssingurinn ungi og efnilegi, Þorsteinn Aron Antonsson, er genginn til liðs við úrvalsdeildarfélagið Fulham á Englandi. Hann gerir þriggja ára samning við félagið.Þorsteinn Aron steig sín fyrstu skref í meistaraflokki Selfoss í sumar og spilaði 17 leiki í deild og bikar.
14.10.2020
Í seinustu viku hófust framkvæmdir við að skipta um gervigras á Selfossvelli. Völlurinn hefur verið afar vel nýttur síðustu fjórtán árin en kominn var tími á að skipta um gras til að tryggja öryggi iðkenda.
06.10.2020
Ljóst er að samkomutakmarkanir sem heilbrigðisráðherra kynnti í kvöld munu ekki hafa áhrif á æfingar Umf. Selfoss sem geta farið fram með hefðbundnum hætti.Sóttvarnarreglur sem ráðherra gaf út gilda bara á höfuðborgarsvæðinu. Því er heimilt að æfa og reyndar líka keppa, í íþróttum utan höfuðborgarsvæðisins.
06.10.2020
Í ljósi hertra samfélagslegra aðgerða til að sporna við útbreiðslu Covid-19 sem meðal annars fela í sér 20 manna fjöldatakmörkun á samkomum þarf að fresta aðalfundi Umf.
05.10.2020
Selfoss tapaði 1-0 í Pepsi Max deildinni þegar liðið heimsótti Þór/KA í Bogann á Akureyri í gær.Nánar er fjallað um leikinn á .
05.10.2020
Selfyssingar endurheimtu annað sætið í 2. deildinni með 1-2 sigri á útivelli gegn ÍR á laugardag. Markalaust var í hálfleik en eftir að ÍR komst yfir kom Hrvoje Tokic Selfyssingum til bjargar því hann jafnaði metin á 66.
04.10.2020
Útlit er fyrir að æfingar hjá Umf. Selfoss verði með hefðbundnu sniði á morgun. Íþróttahreyfingin greinir frá því að ýmsar takmarkanir séu á íþróttastarfi til að hefta útbreiðslu kórónuveiru.