27.01.2021
Knattspyrnudeild Selfoss hefur samið við bandaríska miðjumanninn Caity Heap um að leika með liðinu á komandi keppnistímabili.Heap, sem er 26 ára gömul, er reynslumikill leikmaður.
22.01.2021
Knattspyrnudeild Selfoss hélt á dögunum námskeið í skyndihjálp og fyrstu viðbrögðum fyrir þjálfara og starfsfólk knattspyrnudeildar.Díana Gestsdóttir íþrótta- og heilsufræðingur og skyndihjálparkennari sá um námsskeiðið.
22.01.2021
Landsliðskonan Barbára Sól Gísladóttir hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild Selfoss út keppnistímabilið 2022.Þrátt fyrir að vera nítján ára gömul er Barbára einn leikreyndasti leikmaður Selfossliðsins en hún hefur leikið 92 meistaraflokksleiki fyrir félagið, þar af 50 í efstu deild.
13.01.2021
Barbára Sól Gísladóttir, bakvörður Selfyssinga, er á leið til skoska liðsins Celtic á láni. Óvíst er þó hvenær Barbára fer út þar sem hlé er í skosku úrvalsdeildinni þessa dagana vegna kórónuveirufaraldursins.
08.01.2021
Föstudaginn 18. desember síðastliðinn var dregið í jólahappadrætti unglingaráðs knattspyrnudeildar Selfoss. Aðalvinningurinn, 65“ sjónvarp frá Árvirkjanum, kom á miða númer 2.139 sem er í eigu Tómasar Þóroddssonar og Idu Sofiu Grundberg.
06.01.2021
Leikmenn janúarmánaðar eru Ragna Júlía Hannesdóttir og Leifur Freyr Leifsson.Leifur Freyr er í 5. flokki, æfir mjög vel og hefur verið að taka stöðugum framförum upp á síðkastið.Ragna Júlía er líka í 5.flokki, sinnir æfingum af krafti og er til fyrirmyndar á öllum æfingum.Óskum þessum krökkum til hamingju.
Áfram Selfoss :).
01.01.2021
Meistaraflokkur karla tók sinn árlega áramótabolta í íþróttahúsinu í Vallaskóla í vikunni og er óhætt að segja að gleðin hafi verið við völd. Áður en boltinn hófst afhenti knattspyrnudeild nokkrum leikmönnum viðurkenningu fyrir vel unnin störf í sumar.
Þorsteinn Aron Antonsson var valinn efnilegasti leikmaður tímabilsins.
28.12.2020
Flugeldasala knattspyrnudeildar Umf. Selfoss verður í félagsheimilinu Tíbrá við íþróttavöllinn við Engjaveg.Opið verður sem hér segir:28.
19.12.2020
Dregið var í árlegu jólahappadrætti knattspyrnudeildar í gær, föstudaginn 18. desember, við hátíðlega athöfn í félagsheimilinu Tíbrá við Engjaveg.Aðalvinningurinn kom á miða númer 2.139.
14.12.2020
Þriðjudaginn 15. desember kl. 17.00-20.00 mun mfl. kvenna í knattspyrnu vera með Selfoss jólakúluna til sölu í Tíbrá. Allir velkomnir.Á sama tíma munu vera afhentar pantanir til þeirra sem hafa nú þegar pantað sína kúlu.
Posi verður á staðnum – ATH.