04.03.2021
Aðalfundur knattspyrnudeildar Umf. Selfoss verður haldin í Tíbrá fimmtudaginn 11. mars klukkan 20:00.Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál.Allir velkomnir,
Stjórn knattspyrnudeildar Selfoss.
03.03.2021
Frjálsíþróttakonan Eva María Baldursdóttir og handknattleiksmaðurinn Hergeir Grímsson voru valin íþróttakona og íþróttakarl Árborgar á árlegri uppskeruhátíð frístunda- og menningarnefndar sem var send út rafrænt í gær, þriðjudaginn 2.
02.03.2021
Leikmenn marsmánaðar eru Davíð Bogi Sigmundsson og Alexía Björk Þórisdóttir.
Davíð Bogi er í 6. flokki karla og hefur æft vel síðustu mánuði, hann hefur verið að bæta sig mikið tæknilega og stendur sig mjög vel.
Alexía Björk er í 3.
23.02.2021
Þorlákur Breki Baxter er genginn til liðs við Selfoss og mun leika með liðinu í Lengjudeildinni í sumar.
Breki kemur frá Hetti á Egilsstöðum.
22.02.2021
Knattspyrnudeild Selfoss er stöðugt að reyna að bæta þjónustu sína við iðkendur, foreldra og samfélagið. Okkur langar að biðja ykkur um að taka þátt í stuttri netkönnun sem er liður í vinnu deildarinnar um stefnumótun og framtíðarsýn.
17.02.2021
Elfar Ísak Halldórsson er genginn aftur í raðir Selfyssinga eftir að hafa spilað með Ægi í Þorlákshöfn síðustu tvö tímabil. Elfar er fæddur árið 2002.
08.02.2021
Knattspyrnudeild Selfoss hefur samið við þýska markvörðinn Anke Preuss og mun hún leika með félaginu á komandi leiktíð.Preuss, sem er 29 ára gömul, er reynslumikill leikmaður, Hún kemur til Selfoss frá sænska úrvalsdeildarliðinu Vittsjö en 2018-2020 var hún á mála hjá Liverpool á Englandi og þar áður hjá Sunderland.
07.02.2021
Knattspyrnudeild Selfoss hefur samið við miðjumanninn Evu Núru Abrahamsdóttur og mun hún leika með félaginu á komandi leiktíð.Eva Núra, sem er 26 ára, kemur til liðsins frá FH en hún hóf meistaraflokksferil sinn með Fylki og hefur einnig leikið með Haukum.
03.02.2021
Leikmenn janúarmánaðar eru Elena Rut Einisdóttir og Steinþór Blær Óskarsson.
Steinþór Blær er í 6. flokki karla og hefur bætt sig mjög hratt.
01.02.2021
Dagný Brynjarsdóttir er gengin til lið við enska úrvalsdeildarfélagið West Ham en hún lék með Selfoss á síðasta tímabili.Dagný er mikill stuðningsmaður West Ham og hefur hún stutt liðið frá blautu barnsbeini.