Selfyssingar á uppleið

Í gær vann Selfoss góðan sigur á heimavelli gegn Þór/KA á JÁVERK-vellinum. Þór/KA komst yfir í fyrri hálfleik en Selfoss sneri leiknum sér í hag með því að skora tvö mörk í seinni hálfleik.Það voru Magdalena Anna Reimus og Tiffany McCarty sem skoruðu mörk Selfoss bæði eftir sendingar utan af kanti frá Barbáru Sól Gísladóttur.

Glötuð stig í Vogunum

Selfoss tapaði stigum í toppbaráttu 2. deildar karla í knattspyrnu þegar liðið laut í gras fyrir Þrótti Vogum á föstudaginn.Heimamenn skoruðu eina mark leiksins í seinni hálfleik.

Tíðindalítið í Laugardalnum

Selfoss sótti Þrótt heim í Pepsi Max deildinni í gær.Liðin skildu jöfn í markalausum og frekar tíðindalitlum leik sem fór fram á gervigrasinu í Laugardal.

Gott stig í toppbaráttuna

Selfoss gerði markalaust jafntefli á heimavelli gegn Fjarðabyggð 2. deildinni á laugardag.Að loknum fimm umferðum er Selfoss með 10 stig í öðru sæti deildarinnar.

Selfyssingar í áfram í bikarnum

Selfoss lagði Stjörnuna að velli í Mjólkurbikarnum á föstudag. Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði tvö mörk og Dagný Brynjarsdóttir bætti því þriðja við í öruggum sigri.Búið er að draga í fjórðungsúrslitum og taka stelpurnar okkar á móti Íslandsmeisturum Vals 11.

Frábær sigur Selfyssinga í Hafnarfirði

Selfoss vann frábæran 1-2 sigur á Haukum í 2. deild karla í knattspyrnu í gær þrátt fyrir að hafa verið manni færri í 70 mínútur. Guðmundur Tyrfingsson fékk rautt spjald á 23.

Ungu strákarnir afgreiddu Völsung

Selfoss fékk Völsung í heimsókn í 2. deildinni föstudag. Heimamenn báru sigur úr bítum með tveimur mörkum gegn einu. Það voru ungir strákar á skotskónum en mörk okkar stráka skoruðu Þorsteinn Aron Antonsson og Guðmundur Tyrfingsson.Að loknum þremur umferðum hefur Selfoss 6 stig í fjórða sæti deildarinnar.

Leikmenn mánaðarins

Leikmenn júlímánaðar hjá knattspyrnudeildinni eru Thelma Sif Árnadóttir leikmaður 7. flokks kvenna og Skúli Arnbjörn Karlsson leikmaður 7.

Góður sigur í Garðabæ

Selfoss fór í heimsókn í Garðabæinn í gær þar sem liðið mætti Stjörnunni í Pepsi Max deildinni. Selfoss sigraði með fjórum mörkum gegn einu marki heimakvenna.

Van Achteren aftur á Selfoss

Knattspyrnudeild Selfoss gekk í gær frá samningi við belgíska miðjumanninn Jason Van Actheren. Selfyssingar ættu að kannast við Jason en hann lék einnig með liðinu seinni part síðasta sumars við góðan orðstýr.Við bjóðum Jason hjartanlega velkominn aftur á Selfoss.