Danijel Majkic til liðs við Selfoss

Knattspyrnudeild Selfoss hefur samið við Danijel Majkic um að leika með liðinu í 2. deild í sumar. Danijel er 32 ára og er frá Bosníu.,,Fyrstu dagarnir voru sérstakir hér og tók það mig smá tíma að venjast breyttum aðstæðum en þetta verður bara betra með hverjum deginum," segir Danijel. Hann getur leyst nokkrar stöður á vellinum í vörn og á miðju.

Hæfileikamótun N1 og KSÍ var á Suðurlandi á dögunum

Hæfileikamótun N1 og KSÍ var með æfingar á Suðurlandi þann 6.febrúar síðastliðinn. Alls mættu 33 leikmenn frá 3 félögum á æfingarnar sem fóru fram í Hamarshöllinni í Hveragerði.

Áslaug Dóra með U17

Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir leikmaður Selfoss ferðaðist í síðustu viku með U17 ára liði Íslands til Írlands.Áslaug Dóra skoraði mark U17 ára liðs Íslands í vináttuleik gegn Írlandi úti á Írlandi í gær, sunnudag.

Allar æfingar falla niður hjá Umf. Selfoss föstudaginn 14. febrúar

Í ljósi þess að Almannavarnir hafa gefið út rauða veðurviðvörun fyrir Suðurland á morgun falla allar æfingar hjá Umf. Selfoss niður á morgun, föstudaginn 14.

Tiffany McCarty í Selfoss

Knattspyrnudeild Selfoss hefur samið við bandaríska leikmanninn Tiffany McCarty og mun hún leika með kvennaliði félagsins í sumar. McCarty er 29 ára framherji sem hefur stærstan hluta ferilsins leikið í bandarísku atvinnumannadeildinni, með Washington Spirit, Houston Dash og FC Kansas City.

Clara Sigurðardóttir í Selfoss

Unglingalandsliðskonan Clara Sigurðardóttir skrifaði í dag undir samning við knattspyrnudeild Selfoss.Clara, sem er 18 ára gamall miðjumaður, hefur leikið 57 leiki í efstu deild og bikar með ÍBV en hún er uppalin í Vestmannaeyjum.

Leikmenn mánaðarins

Leikmenn febrúarmánaðar eru þau Katrín Ágústsdóttir og Viktor Logi Sigurðsson.Katrín er í 3. flokki kvenna, er mjög metnaðarfull og leggur sig mikið fram.

Kaylan Marckese skrifar undir hjá bikarmeisturunum

Knattspyrnudeild Selfoss hefur samið við bandaríska markvörðinn Kaylan Marckese og mun hún leika með bikarmeisturunum á komandi sumri.   Marckese er 22 ára gömul og lék með öflugu liði University of Florida í háskólaboltanum 2015-2018, þar sem hún spilaði 78 leiki og hélt hreinu í 29 þeirra, sem er skólamet.   Að loknu námi tók hún þátt í nýliðavali bandarísku atvinnumannadeildarinnar og var valin 29.

Guðmundur og Þorsteinn Aron léku með U17 í Hvíta-Rússlandi

Selfyssingarnir Guðmundur Tyrfingsson og Þorsteinn Aron Antonsson léku með U17 ára landsliði Íslands sem endaði í sjöunda sæti á æfingamóti UEFA (UEFA Development tournament) sem fram fór í Hvíta-Rússlandi í seinustu viku.

Unnu 65" sjónvarp frá Árvirkjanum

Þann 19. desember síðastliðinn var dregið í jólahappadrætti unglingaráðs knattspyrnudeildar Selfoss. Aðalvinningurinn, 65“  led sjónvarp frá Árvirkjanum, kom á miða númer 619 sem er í eigu Stefáns og Iðunnar, en þau keyptu miðann af barnabarni sínu á Selfossi.