15.01.2020
Félagi okkar, Steindór Sverrisson er fallinn frá langt um aldur fram.Hverju samfélagi sem og frjálsum félagasamtökum er lífsnauðsyn að eiga öfluga stuðningsmenn og bakhjarla sem standa vaktina og eru tilbúnir til að svara kalli um aðstoð þegar það kemur.
13.01.2020
Þau Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir, Barbára Sól Gísladóttir, Guðmundur Tyrfingsson og Þorsteinn Aron Antonsson verða öll í verkefnum á vegum landsliða Íslands í þessum mánuði.
Þær Áslaug og Barbára eru í æfingahópum U17 og U19 ára landsliða Íslands á meðan Guðmundur og Þorsteinn Aron eru í lokahóp U17 ára landsliðsins sem tekur þátt í móti í Hvíta Rússlandi í lok janúar.
Frábær árangur hjá þessu knattspyrnufólki
07.01.2020
Leikmenn janúarmánaðar eru þau Guðrún Birna Kjartansdóttir og Sölvi Berg Auðunsson.Guðrún Birna er í 5. flokki kvenna, hefur hún æft vel í vetur og stendur sig mjög vel.Sölvi Berg er í 6.
06.01.2020
Knattspyrnukonan Barbára Sól Gísladóttir og handknattleiksmaðurinn Haukur Þrastarson, bæði úr Umf. Selfoss, voru útnefnd íþróttakona og íþróttakarl Sveitarfélagsins Árborgar á árlegri uppskeruhátíð frístunda- og menningarnefndar Árborgar sem fram fór á Hótel Selfossi milli hátíða.Barbára Sól er lykilleikmaður hjá Selfoss en liðið hampaði í sumar Mjólkurbikar KSÍ eftir glæstan sigur á KR í framlengdum úrslitaleik.
05.01.2020
Flugeldasalan er opin á þréttandanum!Opið frá 14:00 - 18:00 Kveðjum jólin með stæl
29.12.2019
Í kvöld, 29. desember frá kl 17:00 - 22:00 verður dúndur afsláttakvöld í flugeldasölu knattspyrnudeildar.Frábærir tertu- og flugeldapakkar á geggjuðu verði!Flugeldasalan er ein af stærstu fjáröflunum knattspyrnudeilar ár hvert og er stór partur í að reka hér á svæðinu öflugt barna- og unglingastarf í knattspyrnu Hlökkum til að sjá ykkur í kvöld Áfram Selfoss.
21.12.2019
Anna María Friðgeirsdóttir og Selma Friðriksdóttir skrifuðu í dag undir samninga við knattspyrnudeild Selfoss.Anna María, sem er fyrirliði bikarmeistara Selfoss, framlengdi samning sinn til tveggja ára en Selma skrifaði undir sinn fyrsta samning og gildir hann út tímabilið 2022.„Það er frábært að hafa náð samningum við þessa tvo leikmenn sem eru á ólíkum stað á ferlinum.
20.12.2019
Dregið var í árlegu jólahappadrætti knattspyrnudeildar fimmtudaginn 19. desember við hátíðlega athöfn í félagsheimilinu Tíbrá við Engjaveg.Í ár voru gefnir út 3.500 miðar, aldrei hafa verið gefnir út svo margir miðar áður og seldust þeir allir á mettíma.Happadrættið er stór hluti af fjáröflun ungra iðkenda fyrir knattspyrnumót komandi sumars.Vinningsnúmerin í ár:.
10.12.2019
Í ljósi mjög slæmrar veðurspár fyrir þriðjudag og miðvikudag er í gildi á Suðurlandi frá kl. 15:00 í dag.Tekin hefur verið ákvörðun hjá sveitarfélaginu að loka leikskólum, frístundaheimilum, íþróttahúsi Vallaskóla, íþróttahúsi Sunnulækjarskóla, Iðu íþróttahúsi FSu (Hleðsluhöllinni) og útisvæði Sundhallar Selfoss frá kl.
05.12.2019
Handknattleiksmaðurinn Haukur Þrastarson og knattspyrnukonan Barbára Sól Gísladóttir voru valin íþróttakarl og íþróttakona ársins 2019 hjá Ungmennafélagi Selfoss á verðlaunahátíð félagsins sem var haldin í félagsheimilinu Tíbrá í gær.Barbára Sól er lykilleikmaður hjá Selfoss en liðið hampaði í sumar Mjólkurbikar KSÍ eftir glæstan sigur á KR í framlengdum úrslitaleik.