Elvar Örn og Perla Ruth íþróttafólk Umf. Selfoss

Handknattleiksfólkið Elvar Örn Jónsson og Perla Ruth Albertsdóttir voru valin íþróttakarl og íþróttakona ársins 2017 hjá Ungmennafélagi Selfoss. Verðlaunahátíð Ungmennafélags Selfoss var haldin í félagsheimilinu Tíbrá föstudaginn síðastiliðinn.

Netkosning - íþróttafólk Árborgar 2017

Íþrótta- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Árborgar, sem stendur fyrir kjöri á íþróttakonu og íþróttakarli Árborgar ár hvert hefur ákveðið að bæta netkosningu við kjörið þetta árið.

Þrír fengu silfurmerki – Nýr formaður kjörinn

Á aðalfundi knattspyrnudeildar Selfoss sem fór fram 6. desember var Jón Steindór Sveinsson kjörinn nýr formaður en hann tekur við keflinu af Adólf Ingva Bragasyni sem flytur af landi brott á nýju ári. Aðrir meðlimir stjórnar voru endurkjörnir ásamt því að Eiríkur Búason kom nýr inn í stjórn.Á fundinum kom fram að rekstur deildarinnar er góður.

Kristófer Páll genginn til liðs við Selfoss

Knattspyrnudeild Selfoss hefur samið við sóknarmanninn Kristófer Pál Viðarsson, en hann hefur skrifað undir þriggja ára samning við félagið.Kristófer, sem er tvítugur, kemur til Selfoss frá Víkingi Reykjavík en hann er uppalinn hjá Leikni Fáskrúðsfirði og hefur leikið 33 leiki fyrir Leikni í Inkasso-deildinni og skorað í þeim tólf mörk.„Kristófer Páll er fjölhæfur leikmaður sem við höfum fylgst með í langan tíma.

Eva Banton í Selfoss

Knattspyrnudeild Selfoss hefur samið við miðjumanninn Eva Banton um að leika með félaginu í Pepsi-deild kvenna á næsta keppnistímabili.Eva, sem er 23 ára gömul, er ekki ókunnug íslenskri knattspyrnu en hún lék með Tindastóli í 1.

Komdu í fótbolta! Frítt að prufa í desember

Í desember ætlum við að bjóða öllum krökkum á Selfossi sem langar að prufa fótbolta að æfa frítt og kynnast starfinuLandsliðsfólk mun koma í heimsókn á æfingar.

Ungir leikmenn í eldlínunni með meistaraflokk

Meistaraflokkur karla í knattspyrnu hefur hafið undirbúning fyrir komandi tímabil í Inkasso-deildinni. Í nóvember hefur liðið leikið æfingarleiki, Liðið sigraði Aftureldingu 3-2, gerði jafntefli við Fram 1-1 og sigraði svo Leikni R.

Unnur Dóra framlengir við Selfoss

Sóknarmaðurinn Unnur Dóra Bergsdóttir hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við knattspyrnudeild Selfoss, út tímabilið 2020.Unnur Dóra er sautján ára gömul og hefur, þrátt fyrir ungan aldur, talsverða reynslu úr meistaraflokki.

Aðalfundur knattspyrnudeildar

Aðalfundur knattspyrnudeildar Umf. Selfoss verður haldin í Tíbrá miðvikudaginn 6. desember og hefst kl. 20:00.Dagskrá:1. Venjuleg aðalfundarstörf2.

Halldóra Birta semur við Selfoss

Miðjumaðurinn Halldóra Birta Sigfúsdóttir hefur skrifað undir þriggja ára samning við knattspyrnudeild Selfoss, en hún gekk í raðir félagsins í sumar frá Fjarðabyggð.Halldóra Birta er sextán ára gömul og spilaði sex leiki með Selfossi í 1.